Körfubolti

Stjarnan hafði betur gegn KR eftir frábæran þriðja leikhluta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bikarinn fer á loft.
Bikarinn fer á loft. vísir/skjáskot
Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í Meistarakeppni KKÍ er liðið vann tólf stiga sigur, 89-77, en leikið var í Origo-höllinni í kvöld.

Stóra pósta vantaði í bæði lið, sér í lagi KR og fengu því ungir og efnilegir leikmenn að spreyta sig í þessum opnunarleik tímabilsins í körfuboltanum hér heima.

Mikið jafnræði var á liðunum í fyrri hálfleik. Stjarnan var fjórum stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann en KR var svo þremur stigum yfir í hálfleik, 45-42.

Stjörnumenn mættu dýrvitlausir inn í 3. leikhlutann og unnu hann með tuttugu stigum. Lánlausir KR-ingar voru með engin svör en Stjarnan vann svo leikinn að endingu með tólf stigum, 89-77.

Kyle Johnson skoraði 21 stig og tók fimm fráköst í liði Stjörnunnar og Jamar Akhor bætti við átján stigum og ellefu fráköstum.

Matthías Orri Sigurðarson skoraði átján stig, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Mike Crain gerði sautján stig og tók átta fráköst. Einnig gaf hann fimm stoðsendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×