Viðskipti innlent

Myndi ekki sakna Tesla.is

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skjáskot af vefsíðunni Tesla.is, sem er þyrnir í augum bandaríska bílaframleiðandans.
Skjáskot af vefsíðunni Tesla.is, sem er þyrnir í augum bandaríska bílaframleiðandans. Skjáskot
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla kannar nú hvað hann getur gert í vefsíðunni Tesla.is, sem tengist bílaframleiðandanum ekki neitt. „Við vitum af vefsíðunni og erum að skoða málið. Við viljum ekki að viðskiptavinir okkar rugli formlegum fulltrúum Tesla [á Íslandi] saman við algjörlega ótengdan þriðja aðila,“ segir Even Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi.

Síðan umrædda er á vegum íslensku bílasölunnar Betri bílakaup, sem hefur aðstoðað Íslendinga við innflutning á Tesla-bifreiðum á undanförnum árum.

Brynjar Valdimarsson, annar eigandi Betri bílakaupa og lénsins Tesla.is, segir Elon Musk og félaga ekki hafa verið í neinum samskiptum við íslensku bílasöluna vegna síðunnar - ekki enn sem komið er alla vega.

Brynjar Valdimarsson.Vísir/Aðsend
Sjá einnig: Elon Musk stóð við loforðið til Íslendinga

Brynjar tekur réttilega fram að bandaríski bílarisinn virðist þó aðeins eiga lénið Tesla.com. Önnur landslén; eins og tesla.dk.de.it eða .no, tengist rafbílunum ekki neitt.

Tesla reiði sig á Tesla.com og undirsíður fyrir hvert land fyrir sig, eins og íslensku undirsíðuna sem vígð var í gær.

Brynjar segist þó ekki bera sterkar tilfinningar til Tesla.is og myndi ekki gráta það þó að rafbílaframleiðandinn myndi næla sér í lénið. „Ég fór meira að segja sjálfur upp á Krókháls [þar sem Tesla-umboðið er að finna] og bauð þeim að kaupa lénið ef þau vildu,“ segir Brynjar.

Hann bætir við að þrátt fyrir að starfsmenn hafi tekið tilboðinu vel hafi þau ekki umboð til viðskiptanna. „En þau ætluðu að koma þessu áleiðis,“ segir Brynjar. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×