Ræddum aldrei að draga liðið úr leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. september 2019 10:30 Þórsarar fagna hér deildarmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum síðasta vor þegar sætið í efstu deild var tryggt. Mynd/Páll Jóhannesson „Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
„Þessi orðrómur var kominn svolítið þangað. Það kom aldrei til greina hjá stjórn körfuknattleiksdeildar að draga liðið úr keppni í vetur enda eru menn orðnir spenntir fyrir vetrinum,“ segir Hjálmar Pálsson, stjórnarmeðlimur körfuknattleiksdeildar Þórs, aðspurður hvort umræðan um að félagið myndi draga lið sitt úr keppni fyrir komandi tímabil í Domino’s-deild karla hafi verið stormur í vatnsglasi. Á sunnudagskvöld fór fram samstöðufundur á Akureyri þar sem framtíð körfuboltaliðsins var tryggð og verða nýliðarnir því með í efstu deild eftir að hafa unnið 1. deildina í fyrra. Þór komst upp í efstu deild á nýjan leik eftir eitt ár í 1. deildinni síðasta vor og teflir fram liði í efstu deild í þriðja sinn á síðustu tíu árum. Liðið komst síðast í úrslitakeppnina árið 2008 og hefur aldrei farið lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar frá því að hún var tekin upp. Spurður út í aðdraganda samstöðufundarins segir Hjálmar að mannekla í stjórn körfuknattleiksdeildar félagsins og skuldastaða hafi leitt til þess að aðalstjórn hafi skoðað möguleikann en málið hafi ekki farið lengra en það. „Aðalstjórn félagsins Þórs hafði smá áhyggjur af skuldbindingum og óskaði eftir fundi með okkur. Þau gáfu til kynna að þau væru að skoða þennan möguleika enda áhyggjufull yfir því að það yrði erfitt að standa við skuldbindingarnar sem fylgja liðinu nema okkur tækist að laga stöðuna. Það voru bara 1-2 sem voru virkir í stjórninni og fyrir vikið yrði erfitt að fjármagna allt saman en það kom aldrei til greina af okkar hálfu að draga liðið úr keppni,“ segir Hjálmar aðspurður út í þessar umræður. „Við óskuðum eftir hjálp og fengum hana á þessum samstöðufundi sem var haldinn. Það eru núna komin níu í stjórnina, fólk héðan og þaðan og við förum bjartsýn inn í veturinn skipuð úrvalsfólki.“ Fyrr í sumar var það tilkynnt að Þór myndi ekki tefla fram liði í 1. deild kvenna í ár vegna manneklu. Félagið hefði horft á eftir mörgum lykilleikmönnum og var því ákveðið að senda ekki til leiks lið í meistaraflokki í vetur og einblínt á að tefla fram liði í stúlknaflokki. Er það leið sem mörg lið hafa farið undanfarin ár til að hlúa betur að ungum leikmönnum liðanna. Spurður um þá ákvörðun að karlalið Þórs verði með fjóra erlenda leikmenn í ár segir Hjálmar reksturinn ódýrari í ár en í fyrra. „Þetta tímabil verður ódýrara en í fyrra. Við erum að reyna að gera þetta af viti en erum samt með ódýrara lið þrátt fyrir að vera með fjóra útlendinga. Það er enn þá erfitt að fá Íslendinga út á land, það er einhver landsbyggðarskattur alltaf í gangi og menn eru að taka minna í bænum í staðinn fyrir að koma hingað,“ segir Hjálmar, aðspurður út í ákvörðunina um að taka inn fjóra erlenda leikmenn. „Meðalaldurinn í hópnum fyrir utan þessa fjóra er um átján ár þannig að þeir færa okkur einnig mikla reynslu.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira