Viðskipti innlent

Samdráttur hjá Iceland Travel

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Björn Víglundsson er framkvæmdastjóri Iceland Travel.
Björn Víglundsson er framkvæmdastjóri Iceland Travel.
Tekjur Iceland Travel, dótturfélags Icelandair og einnar stærstu ferðaskrifstofu landsins, drógust saman um tæp 16 prósent á milli ára samkvæmt nýbirtum ársreikningi.

Tekjur félagsins námu 88 milljónum evra, jafnvirði 12,2 milljarða króna, á síðasta ári samanborið við tæplega 105 milljónir evra á árinu 2017. Að sama skapi drógust rekstrargjöld saman um rúm 16 prósent. Iceland Travel hagnaðist um 1,3 milljónir evra, jafnvirði 180 milljóna króna, á síðasta ári samanborið við 335 þúsund evrur á árinu 2017.

Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 111 milljóna króna arður til eigandans, Icelandair. Þá er gert ráð fyrir að söluferli á Iceland Travel hefjist í haust.

Björn Víglundsson var nýlega ráðinn framkvæmdastjóri Iceland Travel en hann kom í stað Harðar Gunnarssonar sem hafði leitt félagið í tæpan áratug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×