Handbolti

Aron markahæstur í sigri Barca

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona.
Aron Pálmarsson í leik með Barcelona. vísir/getty

Aron Pálmarsson var á meðal markahæstu manna þegar Barcelona hafði betur gegn Bidasoa Irun í spænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Liðin skiptust á að hafa forystuna í fyrri hálfleik og var mikið jafnræði með þeim. Í hálfleik var staðan jöfn 14-14.

Gestirnir frá Barcelona náðu undirtökunum snemma í seinni hálfleik og voru komnir fjórum mörkum yfir eftir tíu mínútur. Munurinn í seinni hálfleik varð mestur sex mörk Barcelona í vil en leiknum lauk með 26-23 sigri Börsunga.

Markaskorun var nokkuð jöfn í liði Barcelona og var Aron markahæstur ásamt Victor Tomas Gonzalez og Aleix Gomez Abello með fjögur mörk hver.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.