Handbolti

Arnar velur sinn fyrsta landsliðshóp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 1. ágúst.
Arnar var kynntur sem nýr landsliðsþjálfari 1. ágúst. MYND/HSÍ

Arnar Pétursson, nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp.

Arnar valdi 17 leikmanna hóp fyrir fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2020. Íslendingar mæta Króötum ytra 25. september og Frökkum á Ásvöllum fjórum dögum síðar.

Markvörðurinn Íris Björk Símonardóttir kemur aftur inn í landsliðið eftir nokkurt hlé. 

Karen Knútsdóttir er í hópnum en hún leikur væntanlega sinn 100. landsleik gegn Frakklandi.

Níu af 17 leikmönnum í hópnum leika með erlendum félagsliðum.

Hópinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Markmenn: 
Elín Jóna Þorsteinsdóttir Vendsysse Handbolt 21/0
Íris Björk Símonardóttir Valur 69/4

Vinstra horn: 
Perla Ruth Albertsdóttir Fram 21/24
Sigríður Hauksdóttir HK 12/31

Vinstri skytta: 
Andrea Jacobsen Kristianstad Handboll 18/14
Helena Rut Örvarsdóttir SonderjyskE Damhåndball 35/75
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir Bourg De Peage Drome 30/60

Leikstjórnendur: 
Ester Óskarsdóttir ÍBV 29/21
Eva Björk Davíðsdóttir Skuru IK Handbold 33/27
Karen Knútsdóttir Fram 98/346

Hægri skytta: 
Birna Berg Haraldsdóttir Neckarsulmer Sport-Union 54/112
Thea Imani Sturludóttir Oppsal Håndball 36/48
Rut Jónsdóttir Team Esbjerg 92 / 189

Hægra horn: 
Díana Dögg Magnúsdóttir Valur 18/16
Þórey Rósa Stefánsdóttir Fram 102/298

Línumenn: 
Hildigunnur Einarsdóttir HC TSV Bayer 04 Leverkusen 79/81
Steinunn Björnsdóttir Fram 31/22Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.