Enski boltinn

Zaha lét umboðsmanninn fjúka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Wilfried Zaha er enn í röndóttum litum Crystal Palace
Wilfried Zaha er enn í röndóttum litum Crystal Palace vísir/getty
Wilfried Zaha hefur sagt umboðsmanni sínum að hann vilji rifta samningi þeirra eftir að umboðsmanninum mistókst að koma í gegn félagsskiptum frá Crystal Palace í sumar.The Times greindi frá þessu. Zaha gerði það morgunljóst í sumar að hann vildi fara frá Palace.„Svo ég geti náð að gera það sem ég veit ég get gert þá verð ég að spila í hæsta gæðaflokki. Ég er þakklátur fyrir að hafa komist svona langt á ferlinum en mér finnst ég geta gert meira,“ sagði Zaha við Daily Mail í apríl.Í sumar var Zaha orðaður við bæði Arsenal og Everton og hann gekk svo langt að leggja inn formlega beiðni um sölu.Will Salthouse, umboðsmaður Zaha, og Steve Parish, stjórnarformaður Palace, eiga í góðu sambandi og er það eitt af því sem Zaha var ekki nógu ánægður með.Salthouse vinnur fyrir umboðsstofuna USM sem sá meðal annars um félagsskipti Aaron Wan-Bissaka frá Palace til Manchester United. Að missa bæði Wan-Bissaka og Zaha í sumar hefði verið erfitt fyrir Palace.„Á þessu augnabliki gengu hlutirnir ekki upp. Aaron Wan-Bissaka fór til United svo þegar stóru félögin koma á eftir bestu leikmönnunum okkar með réttu upphæðina þá snýst þetta um tímasetningu,“ sagði Parish.Roy Hodgson, knattspyrnustjóri Palace, segir samband Zaha og Parish ekki gott. Í ljósi sambands Parish og Salthouse þykir sú ákvörðun Zaha að slíta sambandi sínu við Salthouse augljóst merki um að hann hafi engan áhuga á að vera áfram á Selhurst Park.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.