Samgönguás og Borgarlína Hilmar Þ. Björnsson skrifar 13. september 2019 07:00 Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarlína Samgöngur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarlínan kom fyrst á dagskrá með Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Ég man að mér fannst þetta stórkostleg hugmynd af margvíslegum ástæðum. Hún átti auðvitað að breyta ferðavenjum borgarbúa, minnka álag vegna einkabíla, draga úr tafatíma í umferðinni, gera borgina skemmtilegri, þægilegri, hagkvæmari og ekki síst vistvænni. En það var ekki bara það. Hugmyndin byggði ekki bara á þessum starfrænu markmiðum, heldur stóð hún á traustri og sterkri skipulagshugmynd. Menn vildu breyta skipulagsstefnunni úr nánast stjórnlausri útþenslu þar sem aðalsamgöngutækið var einkabíllinn, í þétta og líflega borg. „Þróunar- og samgönguás“ var kynntur til sögunnar, sem átti að binda borgina saman í línulega sjálfbæra borg. Frábær hugmynd sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekki var komið nafn á hugmyndina, en henni lýst sem „strætisvögnum á sérakgreinum“ eða „léttlest í framtíðinni“. Samgönguásinn átti að liggja eftir endilangri borginni í miðjum svokölluðum „þróunarás“. Þessi hugmynd, sem síðar fékk hið ágæta nafn Borgarlína, átti að liggja frá Granda í vestri eftir borginni endilangri að Keldum í austri. Við Keldur bíður landsvæði sem er litlu minna en ríkislandið sem nú er undir Reykjavíkurflugvelli og hentar vel fyrir mjög fjölmenna vinnustaði. Svæðið gæti verið eins konar La Defense Reykjavíkur. Uppbygging þarna gæti minnkað þrýstinginn á miðborgina og verið andstæður póll við hana og skapað þannig traustan rekstrargrundvöll Borgarlínunnar og jafnað umferðarflæðið til austurs og vesturs. Leiðin var um 9 kílómetra löng og átti að þræða sig í gegnum þéttasta svæði borgarinnar þar sem fyrirhugað var að þétta byggðina enn frekar. Slíkur línulegur miðbær er í raun „vísbending um þróun sem þegar hefur átt sér stað“ eins og það er orðað í aðalskipulaginu. Línulegi miðbærinn er í samhljómi við þá viðurkenndu skoðun að eðlilegasta þróun borga gerist hægt og sígandi á löngum tíma. „Hugmyndin felst í því að viðurkenna í hugsun og verki, línulegan vöxt miðborgarinnar til austurs“ að Keldnalandi, svo aftur sé vitnað í aðalskipulagið. Þessi áætlun var sérlega áhugaverð og raunhæf. Mörg okkar töldu að fljótlegt væri að hrinda hugmyndinni í framkvæmd. Hún var óumdeild í borgarstjórn og í umræðunni almennt. Hún virtist fjárhagslega yfirstíganleg og „win-win“ hugmynd. Hún var af þeirri stærðargráðu að borgin gæti staðið undir henni sjálf. Fólk hélt að þetta yrði komið í rekstur með einhverjum hætti, t.d. Grandi-Skeifa, innan 3-5 ára. Nú þegar skipulagstímabilið er næstum hálfnað og aðeins 10 ár eftir sér maður að þessi frábæra hugmynd hefur verið leidd á nokkuð aðra slóð en upphaflega var ætlað. Hún hefur blásið út. Næstum í óyfirstíganlega stærð. Leiðin hefur lengst úr tæpum tíu kílómetrum upp í 54 kílómetra og þanist út um allt höfuðborgarsvæðið. Kostnaðaráætlanir eru gagnrýndar og rekstraráætlanir liggja ekki fyrir svo ég viti. Verkefni sem átti að breyta Reykjavík í línulega þétta borg með öflugum almenningsflutningum þar sem umferðin er mest og byggðin þéttust fór í vinnslunni að dreifa sér á strjálbýlustu svæði höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur ekki lengur þessi sterku tengsl við frábæra skipulagshugmynd AR2010-2030. Manni virðist samgönguás aðalskipulagsins vera að þróast í e.k. „Borgarlínu útþenslu“ alls höfuðborgarsvæðisins sem fæstir átta sig almennilega á. Þetta sveitarstjórnarmál er orðið svo stórt að það er komið á ríkisstjórnarplan og eina úrræðið til að fjármagna framkvæmdina er talið vera með veggjöldum. Áætlunin er eðlilega umdeild og líklega of stór og dýr til þess að leggja á eina til tvær kynslóðir að framkvæma. En sem betur fer virðist stuðningur við Borgarlínuna fara vaxandi. Hlúa þarf að þessum stuðningi og auka hann með því að vanda til verka, einbeita sér að viðráðanlegum áföngum og fara ekki of geyst. Það þarf að taka minni skref og auka ekki byggingarheimildir fyrr en einstakir áfangar Borgarlínunnar er komnir í fullan rekstur. Ekki öfugt. Nú í vikunni voru kynntar hugmyndir um fyrstu áfanga Borgarlínunnar og góðu heilli sýnir það sig að að þær eru mun lágstemmdari en áður hafa verið kynntar og í ágætu samræmi við það sem kom fram í AR2010-2030. Fyrsti áfanginn virðist samkvæmt þessu vera af viðráðanlegri stærð sem ætti að vera hægt að fjármagna án þess að leggja skatt á vegfarendur í formi vegtolla innan höfuðborgarsvæðisins eins og nú er stefnt að. Hafa þarf í huga að Borgarlínan er engin patentlausn eða eina lausnin á umferðarvanda höfuðborgarsvæðisins, eins og oft heyrist. Það finnast margir aðrir kostir og það ber að nýta þá sem flesta, samtímis.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun