Handbolti

Haukar fá sænska skyttu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sara Odden er komin í rautt.
Sara Odden er komin í rautt. mynd/haukar

Kvennalið Hauka í Olís-deildinni hefur fengið góðan liðsstyrk fyrir átökin sem eru fram undan í vetur.

Hin sænska Sara Odden hefur skrifað undir tveggja ára samning við Haukana en hún er hávaxin, rétthent skytta.

Odden var til reynslu hjá Haukum í byrjun mánaðarins og náði að heilla Hafnfirðinga. Hún lék með Tyresö í sænsku 2. deildinni á síðasta tímabili.

Hún er væntanleg aftur til landsins fljótlega og ætti að vera klár í leikinn gegn HK í 2. umferð Olís-deildar kvenna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.