Skoðun

Rostungar

Guðmundur Brynjólfsson skrifar
Mamma sagði við mig, stundum þegar ég?var að rífa kjaft: „Vertu ekki með þennan rosta, Guðmundur.“ Þá var ég ungur. Rostungur.Það sem ég er að reyna að segja er þetta: Það hafa engir rostungar drepist út við Ísland, hvorki á landnámstíð eða síðar. Þeir hafa bara elst.Þessi kenning um einhverja íslenska rostunga sem eiga að hafa drepist út þegar landnámsmenn slysuðust hingað er ekki annað en blekking, til þess ætluð að draga athyglina frá fyrirhuguðum vegtollum.Sjáiði nú til: Það var einu sinni kona suður á Vatnsleysuströnd sem þurfti að fara í aðgerð á mjöðm. Hún var frekar fáfróð þessi kona og lítt veraldarvön og því hægt að segja henni eitt og annað. Sem hún trúði. Hún bar sig upp við nágranna sinn og lýsti yfir áhyggjum af þessari aðgerð. Granni hennar, spaugsamur maður, tjáði henni að svona opperasjón væri lítið mál. Það eina, sagði hann, sem gæti hugsanlega truflað hana síðar meir væri, að það yrði grætt í hana hundsbein í þessari aðgerð. En það myndi hafa þær afleiðingar að í hvert sinn sem hún þyrfti að pissa myndi lyftast á henni sá lærleggurinn sem væri neðan við umrædda mjöðm.Konan fór í aðgerðina, dauðhrædd, en meig eðlilega á eftir. Ástæðan fyrir því að maðurinn hafði logið þessu að blessaðri konunni var sú að hann var að missa hárið, en vildi draga athygli sveitunga sinna frá því; þeir hefðu þá um eitthvað annað að tala en verðandi skallann á honum.Af þessu má læra að sögur um vísindaleg stórmerki eru aldrei til neins annars meint en að tál­draga og afvegaleiða sauðsvartan almúgann.
Skoðun

Skoðun

Fylgir þú lögum?

Ugla Stefaníu Kristjönudóttir Jónsdóttir,Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Skoðun

Ótti

Gunnar Dan Wiium skrifar

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.