Undir áhrifum áhrifavalda Sigríður Karlsdóttir skrifar 16. september 2019 14:12 Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Karlsdóttir Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Ég vaknaði í gærmorgun og tók eftir því að ferðataskan var ennþá á gólfinu. Með óhreina þvottinum í. Opin. Sólarhring eftir heimkomu. Ég labbaði klofvega yfir hana með úfinn kamb og fékk mér kaffi. Ekki til mjólk. Notaði gamla mjólk úr kókópuffskál barnanna. Af því ég var eitthvað úrill og þreytt þá fór ég bara á samfélagsmiðla í stað þess að gera eitthvað uppbyggilegt. Þar sá ég áhrifavald vera að þrífa um miðja nótt. Ekki misskilja mig, ég held að þessi dama sé fŕábær móðir og eiginkona. En bara með áhersluna á þrif á öðru leveli en ég. Ég heyrði af konu sem þekkir til að ungar húsmæður séu að hrynja eins og taflkarlar niður af álagi. Útaf pressu. Ofurábyrgð og vilja ekki vera dæmdar. Ég þekki einn áhrifavald mjög vel. Hann hleypur um í g-streng um miðjar nætur og hjálpar fólki í kringum jólin. Dásamlegur karakter sem mér þykir mjög vænt um. En ég myndi aldrei gera það sem hann er að gera. Það er ekki sök áhrifavalda að fólk stekkur til að gerir eins og þeir gera. Til þess er reyndar leikurinn gerður og minnir mig gjarnan á The Truman show. En það er önnur saga. Það er ekki vegna þeirra að það seljast upp vörur eða húsmæður hrynja með of háan blóðþrýsting. Það er okkar sök. Okkar, sem verðum fyrir áhrifum áhrifavalda og fjölmiðla. Að stara ekki með innantóm augu á skjáinn og taka öllum sem heilögum sannleik. Að skorta gagnrýna hugsun. Það er okkar að sýna sjálfstæði og velja það sem er best fyrir okkur. Alltaf. Stundum er bara svo auðvelt að láta mata sig. En það er dálítið stórt samfélagslegt vandamál. Að vilja alltaf það sem aðrir vilja er skortur á sjálfsvirðingu eða sjálfsást. Að gera bara hluti fyrir aðra og þóknast öðrum er skortur á sjálfstrausti. Ég lokaði símanum, hlustaði á hallærislega gamaldags tónlist sem er ekki í tísku (ég þarf allavega ekki að bíða í biðröð eftir tónleikum) og klæddi mig ekki í brjóstarhaldara. Þannig vil ég vera. Þannig líður mér vel og ef áhrif áhrifavalda laumast inn þá lít ég ég spegil og blikka mig. Ég er nefnilega æðisleg nákvæmlega eins og ég er! Ég gekk frá úr ferðatöskunni að lokum. En á mínum hraða. Verum bara við sjálf. Við erum bara best þannig! Ykkar SiggaHöfundur er lífsleiknikennari, heilsuráðgjafi og sérlegur áhugamaður um mannlegt eðli.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun