Tólf milljónir barna setjast aldrei á skólabekk Heimsljós kynnir 17. september 2019 12:30 Ljósmynd frá Mósambík. gunnisal Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna. „Samkvæmt okkar útreikningum koma níu milljónir stelpna á grunnskólaaldri aldrei til með að stíga fæti inn í skólastofu, borið saman við þrjár milljónir stráka,“ segir Audrey Azouley framkvæmdastjóri UNESCO. Stofnunin hefur um árabil tekið saman yfirlit um börn utan skóla og samkvæmt tölfræðilegum gögnum hafa litlar sem engar framfarir mælst á rúmum áratug. Fjórar milljónir af þeim níu milljónum stelpna sem eru utan skóla búa í löndum sunnan Sahara í Afríku. „Það sýnir að við verðum áfram að einbeita okkur að menntun stúlkna og kvenna, það verður að vera forgangsmál,“ segir Azouley. Á síðasta ári voru um það bil 258 milljónir barna og ungmenna utan skóla, á aldrinum frá sex til sautján ára. Þessi gögn sýna að langt er í land með að ná heimsmarkmiði fjögur en þar segir að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun. Að óbreyttu verður eitt barn af hverjum sex utan grunnskóla árið 2030 og þá benda þessir útreikningar til þess að einungis sex af hverjum tíu ungmennum ljúki námi sem er sambærilegt íslensku grunnskólaprófi. Gögn UNESCO sýna gífurlegan mun milli ríkra og fátækra þjóða. Samkvæmt tölfræðinni eru 19 prósent barna á aldrinum sex til ellefu ár í lágtekjuríkjum utan skóla en aðeins 2 prósent meðal þeirra efnameiri. Og þegar horft er á ungmenni á aldreinum 15 til 17 ára verður munurinn enn meiri, þá er 61 prósent ungmenna lágtekjuríkja utan skóla en 8 prósent meðal hátekjuríkja. „Við höfum aðeins ellefu ár til þess að standa við fyrirheitin um að sérhvert barn eigi kost á því að ganga í skóla og mennta sig,“ segir Silvia Montoya yfirmaður hagdeildar UNESCO í frétt frá Sameinuðu þjóðunum. Menntun barna og ungmenna er eitt af áherslusviðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í báðum samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda, er myndarlega stutt við bakið á héraðsstjórnum í skólamálum með stuðningi um úrbætur varðandi menntun barna og ungmenna.Skýrsla UNESCOÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent Smali slasaðist við smalamennsku Innlent
Samkvæmt nýrri tölfræðilegri úttekt Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) koma að óbreyttu um tólf milljónir barna aldrei til með að setjast á skólabekk, þar af níu milljónir stelpna. „Samkvæmt okkar útreikningum koma níu milljónir stelpna á grunnskólaaldri aldrei til með að stíga fæti inn í skólastofu, borið saman við þrjár milljónir stráka,“ segir Audrey Azouley framkvæmdastjóri UNESCO. Stofnunin hefur um árabil tekið saman yfirlit um börn utan skóla og samkvæmt tölfræðilegum gögnum hafa litlar sem engar framfarir mælst á rúmum áratug. Fjórar milljónir af þeim níu milljónum stelpna sem eru utan skóla búa í löndum sunnan Sahara í Afríku. „Það sýnir að við verðum áfram að einbeita okkur að menntun stúlkna og kvenna, það verður að vera forgangsmál,“ segir Azouley. Á síðasta ári voru um það bil 258 milljónir barna og ungmenna utan skóla, á aldrinum frá sex til sautján ára. Þessi gögn sýna að langt er í land með að ná heimsmarkmiði fjögur en þar segir að eigi síðar en árið 2030 verði tryggt að allar stúlkur og drengir ljúki góðri grunnskólamenntun á jafnréttisgrundvelli án endurgjalds til að öðlast viðeigandi og gagnlega menntun. Að óbreyttu verður eitt barn af hverjum sex utan grunnskóla árið 2030 og þá benda þessir útreikningar til þess að einungis sex af hverjum tíu ungmennum ljúki námi sem er sambærilegt íslensku grunnskólaprófi. Gögn UNESCO sýna gífurlegan mun milli ríkra og fátækra þjóða. Samkvæmt tölfræðinni eru 19 prósent barna á aldrinum sex til ellefu ár í lágtekjuríkjum utan skóla en aðeins 2 prósent meðal þeirra efnameiri. Og þegar horft er á ungmenni á aldreinum 15 til 17 ára verður munurinn enn meiri, þá er 61 prósent ungmenna lágtekjuríkja utan skóla en 8 prósent meðal hátekjuríkja. „Við höfum aðeins ellefu ár til þess að standa við fyrirheitin um að sérhvert barn eigi kost á því að ganga í skóla og mennta sig,“ segir Silvia Montoya yfirmaður hagdeildar UNESCO í frétt frá Sameinuðu þjóðunum. Menntun barna og ungmenna er eitt af áherslusviðum Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu. Í báðum samstarfslöndum Íslendinga, Malaví og Úganda, er myndarlega stutt við bakið á héraðsstjórnum í skólamálum með stuðningi um úrbætur varðandi menntun barna og ungmenna.Skýrsla UNESCOÞessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent Smali slasaðist við smalamennsku Innlent