Handbolti

Halldór ráðinn aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór er nýr aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta
Halldór er nýr aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta mynd/hsí

Halldór Jóhann Sigfússon hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Hann verður Arnari Péturssyni, nýjum þjálfara liðsins, til halds og trausts.

Þá hefur Gísli Guðmundsson verið ráðinn markvarðaþjálfari kvennalandsliðsins. Hann var markvarðaþjálfari yngri landsliða Íslands á árunum 2012-16. Síðasta sumar var Gísli markvarðaþjálfari U-21 árs liðs karla.

Halldóri var sagt upp störfum hjá handknattleikssambandi Barein á dögunum. Hann var til skamms tíma þjálfari U-21 og U-19 ára landsliða Barein og aðstoðarþjálfari Arons Kristjánssonar með karlalandsliðið.

Halldór stýrði kvennaliði Fram 2012-14 og gerði liðið að Íslandsmeisturum 2013. Hann var svo þjálfari karlaliðs FH í fimm ár. Undir hans stjórn varð FH einu sinni bikarmeistari, einu sinni deildarmeistari og komst tvisvar sinnum í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

Framundan eru fyrstu leikir Íslands í undankeppni EM 2020. Íslendingar mæta Króötum ytra 25. september og Frökkum á Ásvöllum fjórum dögum síðar.

Arnar valdi 17 leikmenn í sinn fyrsta landsliðshóp.Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.