Loftslagsbankinn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 18. september 2019 08:00 Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Ríkið er eigandi að stærstum hluta íslenska fjármálakerfisins. Sú staða gefur okkur færi á því að hugsa upp á nýtt hvernig við teljum réttast að fjármálakerfið sé, þjóðinni til heilla. Loftslagsváin er stærsta viðfangsefni stjórnvalda í dag. Við eigum að hugsa allar okkar ákvarðanir út frá henni, þar með talið þegar kemur að fjármálakerfinu. Víða er unnið að góðum verkefnum sem miða að því að gera samfélagið kolefnishlutlaust og enn víðar eru góðar hugmyndir sem ekki komast til framkvæmda, sumar vegna fjárskorts. Ríkið styrkir við nýsköpun og rannsóknir í þeim efnum. En hvers vegna ekki að ganga skrefinu lengra og nýta bankakerfið sem hefur hvort eð er það hlutverk að lána peninga til verkefna almennings og atvinnulífs? Hvers vegna ekki að stofna fjárfestingarbanka loftslagsmála sem hefur lánastefnu sem tekur meira tillit til áhrifa á kolefnishlutleysi en arðsemiskröfu? Sem lánar fyrst og fremst til verkefna sem skila árangri í að gera Ísland kolefnishlutlaust, verkefna sem eiga kannski óhægt um vik að fá lán hjá hefðbundnum lánastofnunum. Við gætum horft til Norðurlandanna hvað fyrirmyndir varðar. Norræni fjárfestingarbankinn hefur til dæmis sett sér sjálfbærnimarkmið sem hafa áhrif á útlánastefnuna. Að ekki sé minnst á Norræna umhverfisfjárfestingasjóðinn NEFCO. Hann lánar til verkefna sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Ísland er aðili að báðum þessum stofnunum. Hví ekki að stofna eina slíka hér heima fyrir? Hvítbók um fjármálakerfið, sem kom út í fyrra, kom inn á ýmislegt ágætt varðandi bankakerfið, en heldur fannst mér afgreiðslan á samfélagsbanka rýr þar. Samfélagsbanki getur nefnilega verið alls konar. Hann getur verið fjárfestingarbanki loftslagsmála, eða umhverfisfjárfestingarsjóður. Hann getur líka hugað að byggðamálum í lánastefnu sinni, lánað inn á svæði sem aðrir bankar gera trauðla í dag. Eða hann getur gert bæði. Að láta arðsemiskröfu eina ráða er gamaldags hugsun, enda þarf að taka kolefnisverð inn í alla útreikninga. Fjárfestingabanki loftslagsmála mundi gera það.
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar