Sameinumst fyrir framtíðina Sigrún Jónsdóttir skrifar 19. september 2019 08:02 Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Greta Thunberg hefur mótmælt aðgerðarleysi stjórnvalda í loftslagsmálum í 56 vikur. Frá því hún byrjaði einsömul með skilti í hönd fyrir framan sænska þingið hefur alþjóðleg alda ungs fólks slegist með henni í lið og mótmælt. Börnin hafa löngu áttað sig á alvarleikanum sem stafar af loftslagsvánni og eru áhyggjufull yfir því hvað framtíðin ber í skauti sér. Í stað þess að bera upp persónulegan vitnisburð um raunveruleika loftslagvánnar kýs Greta að vísa til skýrra skilaboða vísindanna. Þetta gerði hún nú síðast þegar hún stóð frammi fyrir kjörnum fulltrúum í bandaríska þinginu á þriðjudaginn: „I want you to unite behind the science. And then I want you to take real actions.” Þessi orð lét hún falla á þingi einnar valdamestu þjóðar heims. Þingi þar sem umræðan snýst enn ekki um hvernig skal bregðast við loftslagsvánni, heldur um hvort eigi að trúa tilvist hennar. Vísindin eru skýr og afdráttarlaus og orð Gretu segja allt sem segja þarf. Hér á Íslandi viljum við trúa því að umræðan er komin lengra. Að efasemdir um trúverðugleika málsins séu á bak og burt; Íslendingar trúa vísindunum. Eftir stendur spurningin um hvernig eigi að bregðast við. Aðgerða er þörf. Aðgerðir núna. Vegna þess að enn sem komið er þá eru farsæld, öryggi og stöðugleiki ekki orð sem er hægt að tengja við sjáanlega framtíð. Loftslagsverkföllin sækja innblástur sinn til Gretu. Hún hefur leitt hreyfinguna af miklum krafti og eldmóð sem sameinar börn og ungt fólk í baráttunni fyrir framtíð sinni. Næsta föstudag hefst alþjóðlegt verkfall fyrir loftslagið og er nú tími til kominn að fullorðna fólkið taki af skarið með okkur. Fyrir farsæla, örugga og stöðuga framtíð. Tökum höndum saman og fjölmennum á Allsherjarverkfall fyrir loftslagið klukkan 17:00 þann 20. september fyrir framan Hallgrímskirkju. Krefjumst öflugra aðgerða í loftslagsmálum, öll sem eitt.Höfundur er varaforseti Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). LÍS eru hluti af skipulagshóp loftslagsverkfallsins sem hafa skipulagt komandi Allsherjarverkfall fyrir loftslagið, ásamt Landvernd.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar