Haustgestir Guðmundur Brynjólfsson skrifar 2. september 2019 08:00 Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Brynjólfsson Mest lesið Stórar ákvarðanir Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Nýtt tækifæri Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Löglegt skutl Fastir pennar Grundvallarreglur Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Einsleitir stöndum vér Jón Sigurður Eyjólfsson Bakþankar Framtíðin er hér Sara McMahon Bakþankar Sjálfsmyndin Davíð Stefánsson Skoðun Brothætt staða Hörður Ægisson Fastir pennar Tveggja áfanga stjórnarskrárbreyting Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Samstarf Norðurlanda Davíð Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru skólarnir byrjaðir. Bráðum koma blessuð bréfin. Fasískir pappírar þar sem mælt er með útrýmingu á tveimur dýrategundum. Njálg og lús. Það má heita merkilegt að í allri umræðu um dýravernd og virðingu fyrir lífríkinu er litið með velþóknun á fjöldamorð á lús og njálg. Ekki er hægt að segja að þessi litlu dýr reki svo heiftarlega við að þau framleiði jafn mikið af gróðurhúsalofttegundum á ári og bíll sem ekið er rúma 62.000 kílómetra – eða hvað það nú var sem ein belja átti að kosta andrúmsloftið. Nei, njálgurinn og lúsin eru vinveitt vistkerfinu, dvelja við mannslíkamann og dunda sér þar í sakleysi, geta valdið kláða, en hvað er það í samfélagi sem gengur út á spekina: „Ef þú klórar mér skal ég klóra þér.“ Þá er ótalin sú matarsóun sem felst í því að drepa þessi varnarlausu grey með lyfjum og lút. Eða hefur það fólk sem með miskunnarleysi ræðst að þessum smádýrum ekki fylgst með umræðum um að í náinni framtíð muni mannskepnan þurfa að leita í aðrar fæðutegundir en hún borðar nú? Hafa ýmis smádýr verið nefnd sem framtíðarfæða. Ég tel einboðið að njálgurinn hljóti að fara vel í maga því sú tegund þekkir sig, og kann sig, í meltingarfærum okkar og því litlar líkur á að okkur verði bumbult af að snæða þessa litlu próteinríku orma sem líður best í hringferð um okkur sjálf. Um lúsina þarf ekki að hafa mörg orð í þessu sambandi, þekkt er að frændur okkar aparnir éta lýsnar hver af öðrum og því þá ekki við? Maður getur jafnvel séð fyrir sér samkvæmisleiki tengda lúsaleit og -áti. Gefum grið lúsinni og njálgnum. Verndum allt lífríkið!
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar