Viðskipti innlent

Fyrrverandi þingmaður ráðinn til BSRB

Kjartan Kjartansson skrifar
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla.
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla. BSRB

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin hagfræðingur BSRB. Hún sat á þingi í sjö ár, frá 2009 til 2016, og gegndi meðal annars formennsku í fjárlaga- og velferðarnefndum þingsins.

Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að Sigríður Ingibjörg taki við starfinu í dag. Hún hafi víðtæka þekkingu á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem hún hafi mikla reynslu af greiningarvinnu og stefnumótun.

Áður starfaði Sigríður Ingibjörg á hagdeild Alþýðusambands Íslands, sem sérfræðingar í velferðarráðuneytinu og sem sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar.

Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaranámi í stjórnun og opinberri stefnumótun við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Hún er einnig með meistaragráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.