Viðskipti innlent

Fyrrverandi þingmaður ráðinn til BSRB

Kjartan Kjartansson skrifar
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla.
Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaragráðu frá Berkeley-háskóla. BSRB
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin hagfræðingur BSRB. Hún sat á þingi í sjö ár, frá 2009 til 2016, og gegndi meðal annars formennsku í fjárlaga- og velferðarnefndum þingsins.Í tilkynningu frá BSRB kemur fram að Sigríður Ingibjörg taki við starfinu í dag. Hún hafi víðtæka þekkingu á málefnum verkalýðshreyfingarinnar og stjórnsýslunnar auk þess sem hún hafi mikla reynslu af greiningarvinnu og stefnumótun.Áður starfaði Sigríður Ingibjörg á hagdeild Alþýðusambands Íslands, sem sérfræðingar í velferðarráðuneytinu og sem sérfræðingur á þjóðhagsreikningasviði Hagstofunnar.Sigríður Ingibjörg hefur nýlokið meistaranámi í stjórnun og opinberri stefnumótun við Goldman School of Public Policy við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum. Hún er einnig með meistaragráðu í viðskipta- og hagfræði frá Uppsala-háskóla í Svíþjóð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.