Körfubolti

Bikarmeistararnir búnir að finna síðasta púslið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Akoh lék í fjögur ár með Montana-háskólanum.
Akoh lék í fjögur ár með Montana-háskólanum. vísir/getty
Stjarnan hefur samið við Bandaríkjumanninn Jamar Akoh um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta í vetur.

Akoh er 23 ára miðherji sem útskrifaðist úr Montana-háskólanum í vor.

Á síðasta tímabili var Akoh með 15,5 stig og 8,7 fráköst. Skotnýting hans var 58,7%.

Í tilkynningu frá Stjörnunni kemur fram að leikmannahópur liðsins sé orðinn fullmannaður fyrir tímabilið.

Auk Akohs hefur Stjarnan fengið Nick Tomsick og Kyle Johnson.

Stjarnan varð deildar- og bikarmeistari á síðasta tímabili en féll úr leik fyrir ÍR, 3-2, í undanúrslitum úrslitakeppninnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×