Viðskipti innlent

Tóku á­byrgð á kerfis­villum eftir fund með Neyt­enda­sam­tökunum

Sylvía Hall skrifar
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Þorbjörn Þórðarson
Á vef Neytendasamtakanna er þremur ferðaskrifstofum hrósað fyrir að hafa taka fulla ábyrgð á kerfisvillum í bókunarkerfi sem urðu til þess að viðskiptavinir voru rukkaðir um lægra verð en áætlað var. Ferðaskrifstofurnar ákváðu að draga kröfur um hærra verð til baka eftir fund með Neytendasamtökunum.

Ferðaskrifstofurnar sem um ræðir eru Ferðaskrifstofa Íslands, Úrval Útsýn og Plúsferðir. Neytendasamtökin höfðu afskipti af málinu eftir að félagsmenn sendu inn tilkynningar þess efnis að ferðaskrifstofurnar hefðu farið fram á að þeir greiddu hærra verð fyrir pakkaferðir en samið hafði verið um.

Í tilkynningu á vef Neytendasamtakanna segir að samtökin fagni því að ferðaskrifstofurnar hafi tekið ábyrgð á villunum og þar með farið „í einu og öllu eftir lögum um pakkaferðir“. Þá er viðskiptavinunum hrósað fyrir að hafa leitað ráða hjá Neytendasamtökunum.

„Mega önnur fyrirtæki taka vinnubrögð stjórnenda Ferðaskrifstofu Íslands, Úrvals Útsýnar og Plúsferða sér til fyrirmyndar,“ segir í tilkynningunni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×