Flug á Íslandi í 100 ár Jón Gunnar Jónsson skrifar 3. september 2019 07:00 Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 3. september 1919 hóf sig til flugs úr Vatnsmýrinni í Reykjavík AVRO 504K, tvíþekja í eigu hins fyrsta Flugfélags Íslands. Má segja að þá, tæpum 16 árum eftir fyrsta flug Wright-bræðra, hafi flugsaga Íslendinga hafist. Framfarir hafa æ síðan einkennt flugsöguna í samgöngum á heimsvísu, drifnar áfram af hugsjón og nýsköpun. Lög um loftferðir voru fyrst sett árið 1929 og byggja kröfur og reglugerðir í flugi á þeim. Þegar dró að lokum seinni heimsstyrjaldarinnar þótti nauðsynlegt að koma á samkomulagi um flugstarfsemi í alþjóðaflugi og var Ísland eitt 54 stofnríkja að Alþjóðaflugmálastofnuninni árið 1944. Aðildarríki eru nú 193 talsins. Flugmálastjórn Íslands starfaði á árunum 1945-2013 og sinnti bæði framkvæmd og stjórnsýslu allt til ársins 2007 þegar skilið var á milli þeirra verkefna. Á alþjóðavísu hefur verið unnið markvisst að öryggi í flugi, m.a. með innleiðingu krafna og tilmæla Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Íslenska flugmálastjórnin varð aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu árið 2005 eftir þátttöku í starfi forvera þeirrar stofnunar. Kjarninn í starfi flugmálayfirvalda er að vinna að sífellt öruggari flugrekstri í sinni víðustu mynd. Jafnframt er mikilvægt að tryggja trúverðugleika íslenskra aðila sem starfa í greininni, með gagnkvæmum viðurkenningum á réttindum samkvæmt alþjóðlegum kröfum. Miklir hagsmunir felast í góðu samstarfi við fluggeirann og fagmennsku á öllum stigum. Samgöngustofa var stofnuð 2013 með sameiningu nokkurra stofnana í samgöngumálum, m.a. Flugmálastjórnar Íslands. Með því færðust þangað verkefni flugmálayfirvalda er varða stjórnsýslu- og eftirlitsskyldu og sameinuðust þar að hluta málaflokkum annarra samgöngumáta. Samgöngustofa heldur áfram því verki sem Flugmálastjórn sinnti áður, setur markið hátt og slær hvergi af í stefnu sinni og starfi er varðar öryggi og hagkvæmni. Hundrað ár eru ekki langur tími þegar horft er til þess hversu mikil framþróun hefur orðið frá fyrsta flugtakinu í Vatnsmýrinni. Helsta hlutverk Samgöngustofu er að tryggja áfram flugöryggi á Íslandi og trúverðugleika landsins í alþjóðlegu flugumhverfi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar