Sex hundruð börn látin í ebólufaraldrinum í Kongó Heimsljós kynnir 4. september 2019 11:15 Unicef Tæplega 600 börn hafa látið lífið af völdum ebólufaraldurs í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Alls hafa 850 börn smitast af þessari banvænu veiru frá því faraldurinn braust út í ágúst 2018 og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. „Sú staðreynd ætti að vekja alla til vitundar um mikilvægi þess að ráða niðurlögum þessa skelfilega smitsjúkdóms,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Kongó. Samkvæmt frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vinnur stofnunin náið með samstarfsaðilum á svæðinu að því markmiði að ráða niðurlögum ebólufaraldursins. Það gerir UNICEF með því að:Upplýsa, vernda og virkja samfélögin. UNICEF vinnur náið með áhrifafólki, trúarleiðtogum, íbúum og fjölmiðlum á svæðinu til að fræða fólk um einkenni, forvarnir og meðhöndlun á sjúkdómnum.Draga úr útbreiðslu með smitvörnum. UNICEF hefur komið upp handlaugum í meira en 2.500 heilsugæslustöðvum, 2.300 skólum og rúmlega 7 þúsund mikilvægum samgöngustöðum. Þá hefur Unicef séð um dreifingu á hitamælum og klór til að meðhöndla vatn og gert rúmlega tveimur milljónum manns kleift að nálgast hreint og öruggt drykkjarvatn.Senda átta næringarsérfræðinga til að veita börnum jafnt sem fullorðnum aðstoð í meðhöndlunarmiðstöðvum fyrir ebólasjúklinga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sérfræðiaðstoð er nýtt til að bregðast við ebólufaraldri og hún hefur mælst vel fyrir.Starfa í yfir 6.509 skólum vítt og breitt um svæðið og svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og byggja þannig upp verndað umhverfi fyrir börn. Þetta felur í sér að dreifa vatni og hreinlætisvörum. Þá hafa rúmlega 32 þúsund kennarar og skólastjórar og hátt í milljón nemendur fengið fræðslu um ebólaveiruna. „Nú þegar tilfellum fjölgar er mikilvægt að muna að hvert þeirra er ekki bara tölfræði á blaði heldur sonur einhvers, dóttir, móðir, faðir, bróðir eða systir einhvers. Hvert dauðsfall skilur eftir syrgjandi fjölskyldu í sárum og sívaxandi ótta,“ segir Beigbeder. Hann segir lykilatriði í því að ráða niðurlögum faraldursins sé að koma í veg fyrir smit meðal barna enda séu þau hlutfallslega í meirihluta þeirra sem smitast. UNICEF sé að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra bæði í bráð og lengd með ofangreindum leiðum. En betur má ef duga skal, segir Beigbeder. „Raunveruleikinn er sá að við þurfum miklu meiri alþjóðlegan stuðning. Ebólufaraldrar þurfa einstaklega mikla fjárfestingu samanborið við aðra faraldra því það er nauðsynlegt að meðhöndla 100 prósent tilfella með tilheyrandi eftirliti og eftirfylgni. UNICEF þarf 126 milljónir bandarískra dala til að mæta þörfum barna og samfélaga hér núna og í nánustu framtíð. Eins og er hefur UNICEF aðeins fjármagnað 31 prósent af þeirri upphæð.“Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars í baráttunni við ebólufaraldurinn. Á Íslandi eru yfir 27 þúsund heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF í verkefnum sínum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Erlent
Tæplega 600 börn hafa látið lífið af völdum ebólufaraldurs í norðausturhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó. Alls hafa 850 börn smitast af þessari banvænu veiru frá því faraldurinn braust út í ágúst 2018 og tala látinna er komin yfir tvö þúsund. „Sú staðreynd ætti að vekja alla til vitundar um mikilvægi þess að ráða niðurlögum þessa skelfilega smitsjúkdóms,“ segir Edouard Beigbeder, yfirmaður UNICEF í Kongó. Samkvæmt frétt Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) vinnur stofnunin náið með samstarfsaðilum á svæðinu að því markmiði að ráða niðurlögum ebólufaraldursins. Það gerir UNICEF með því að:Upplýsa, vernda og virkja samfélögin. UNICEF vinnur náið með áhrifafólki, trúarleiðtogum, íbúum og fjölmiðlum á svæðinu til að fræða fólk um einkenni, forvarnir og meðhöndlun á sjúkdómnum.Draga úr útbreiðslu með smitvörnum. UNICEF hefur komið upp handlaugum í meira en 2.500 heilsugæslustöðvum, 2.300 skólum og rúmlega 7 þúsund mikilvægum samgöngustöðum. Þá hefur Unicef séð um dreifingu á hitamælum og klór til að meðhöndla vatn og gert rúmlega tveimur milljónum manns kleift að nálgast hreint og öruggt drykkjarvatn.Senda átta næringarsérfræðinga til að veita börnum jafnt sem fullorðnum aðstoð í meðhöndlunarmiðstöðvum fyrir ebólasjúklinga. Þetta er í fyrsta skipti sem slík sérfræðiaðstoð er nýtt til að bregðast við ebólufaraldri og hún hefur mælst vel fyrir.Starfa í yfir 6.509 skólum vítt og breitt um svæðið og svæði sem skilgreind eru sem hættusvæði og byggja þannig upp verndað umhverfi fyrir börn. Þetta felur í sér að dreifa vatni og hreinlætisvörum. Þá hafa rúmlega 32 þúsund kennarar og skólastjórar og hátt í milljón nemendur fengið fræðslu um ebólaveiruna. „Nú þegar tilfellum fjölgar er mikilvægt að muna að hvert þeirra er ekki bara tölfræði á blaði heldur sonur einhvers, dóttir, móðir, faðir, bróðir eða systir einhvers. Hvert dauðsfall skilur eftir syrgjandi fjölskyldu í sárum og sívaxandi ótta,“ segir Beigbeder. Hann segir lykilatriði í því að ráða niðurlögum faraldursins sé að koma í veg fyrir smit meðal barna enda séu þau hlutfallslega í meirihluta þeirra sem smitast. UNICEF sé að vinna með samstarfsaðilum sínum að því að mæta þörfum barna og fjölskyldna þeirra bæði í bráð og lengd með ofangreindum leiðum. En betur má ef duga skal, segir Beigbeder. „Raunveruleikinn er sá að við þurfum miklu meiri alþjóðlegan stuðning. Ebólufaraldrar þurfa einstaklega mikla fjárfestingu samanborið við aðra faraldra því það er nauðsynlegt að meðhöndla 100 prósent tilfella með tilheyrandi eftirliti og eftirfylgni. UNICEF þarf 126 milljónir bandarískra dala til að mæta þörfum barna og samfélaga hér núna og í nánustu framtíð. Eins og er hefur UNICEF aðeins fjármagnað 31 prósent af þeirri upphæð.“Heimsforeldrar taka virkan þátt í baráttu UNICEF um allan heim, meðal annars í baráttunni við ebólufaraldurinn. Á Íslandi eru yfir 27 þúsund heimsforeldrar sem hjálpa UNICEF í verkefnum sínum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Dagbjört eyddi færslu eftir hörð viðbrögð Innlent Veitingahús mega vænta kæru eftir eftirlitsferðir lögreglu Innlent Mótmæltu lausn manns sem var dæmdur fyrir manndráp í fyrra Innlent Ráðherrann gekk inn í stækan viskíþef í flugstjórnarklefanum Innlent Afnema tímabundið réttinn til að óska hælis Erlent Rafeldsneyti vegna íslenskrar tækni dugar til orkuskipta alls skipaflotans Innlent Birtu gögn um heilsu Harris og sjúkrasögu hennar Erlent Hanna Rún og Nikita tryggðu Íslandi brons á Evrópumeistaramótinu Innlent Áður farið af sporinu sem dragi alltaf dilk á eftir sér Innlent Hundrað og fjögur ríki lýsa yfir stuðningi við Guterres Erlent