Enski boltinn

Sakaði Liverpool um einelti, neitaði Manchester United og gekk í raðir Fiorentina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bobby Duncan í varaliðsleik með Liverpool.
Bobby Duncan í varaliðsleik með Liverpool. vísir/getty

Bobby DuncanKnattspyrnumaðurinn Bobby Duncan hefur verið mikið á milli tannanna á fólki undanfarnar vikur eftir að umboðsmaður hans steig fram og sakaði Liverpool um einelti í garð Bobby.

Málið vakti mikla athygli og Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, steig meðal annars fram og sagði að liðið færi vel með sína ungu leikmenn. Liverpool sendi einnig frá sér yfirlýsingu.

Þetta á allt sínar rætur til þess að Liverpool vildi ekki hleypa Bobby frá sér en bæði lið á Ítalíu og á Englandi voru tilbúinn að klófesta hann.

Nú hefur umboðsmaðurinn, Vincenzo Morabito, greint frá því að þessi frændi Steven Gerrard hafi haft möguleika á því að ganga í raðir Manchester United en hann hafi ekki haft áhuga á því.
„Þetta byrjaði í apríl. Saif setti sig í samband við mig og sagði að við þyrftum að finna nýtt lið fyrir Bobby. Hann vildi ekki vera lengur hjá Liverpool og sagði nei við United sem sýndu honum mikinn áhuga,“ sagði Vincenzo.

Hinn umræddi Vincenzo vann með umboðsmanni Duncan, hinum umtalað Saif Rubie, í að koma honum til Fiorentina þar sem hann sem skrifaði undir þriggja ára samning.

„Hann hefði getað farið til Lazio en sambandið við Liverpool var lélegt og það gerðist ekkert,“ bætti Vincenzo einnig við.


Tengdar fréttir

Umboðsmaður Duncan lýgur segir Liverpool

Liverpool hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna hins 18 ára gamla frænda Steven Gerrard, Bobby Duncan, en umboðsmaður Duncan sakaði félagið um að eyðileggja líf leikmannsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.