Viðskipti innlent

Forstjóri Kauphallarinnar í nýtt starf hjá Nasdaq

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar
Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar
Páll Harðarson, sem gegnt hefur starfi forstjóra Kauphallarinnar (Nasdaq) á Íslandi síðan 2011, hefur verið skipaður fjármálastjóri evrópskra markaða hjá Nasdaq (e. European Markets). Páll mun sitja í framkvæmdastjórn European Markets undir stjórn Björn Sibbern. Undir European Markets heyra allir markaðir Nasdaq í Evrópu og á Norðurlöndunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kauphöllinni.Páll býr að mikilli reynslu úr efnahagslífinu og fjármálageiranum á Íslandi. Hann tók við starfi rekstrarstjóra og aðstoðarforstjóra þá Kauphallar Íslands árið 2002 og gegndi því til ársins 2011 þegar hann tók við sem forstjóri Nasdaq á Íslandi.Auk þess hefur Páll verið hluti af framkvæmdastjórn Post Trade hjá Nasdaq, situr í stjórn Nasdaq CSD (verðbréfamiðstöð Nasdaq í Evrópu) sem og stjórnum Nasdaq-kauphallanna þriggja í Eystrasaltsríkjunum. Páll hefur þess utan gegnt mörgum trúnaðar- og stjórnarstörfum í gegnum tíðina. Páll er hagfræðingur með doktorsgráðu frá Yale háskóla.Páll tekur við nýju starfi þann 1. október.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Draga lagastoð Kauphallarinnar í efa

Óánægju gætir vegna höfnunar Kauphallarinnar á afskráningu Heimavalla. Tilboðsgjafar telja enga lagastoð fyrir ákvörðuninni. Forstjóri Kauphallarinnar segir skylduna til að vernda minnihluta ríka.

Nasdaq hættir að birta hluthafalista

Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar.

Íslenski markaðurinn kominn á lista MSCI

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn er kominn á athugunarlista MSCI, sem er eitt stærsta vísitölufyrirtæki heims, en það markar upphafið að samráðsferli sem lýkur í október. Ef niðurstaðan verður jákvæð verða skráð íslensk félög gjaldgeng í vísitölur MSCI í maí 2020.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.