Viðskipti innlent

Páll Harðarson er nýr forstjóri Kauphallarinnar

Páll Harðarson.
Páll Harðarson.

NASDAQ OMX Group hefur tilkynnit að Páll Harðarson hefur verið skipaður forstjóri Kauphallarinnar á Íslandi.

"Páll hefur starfað sem rekstrarstjóri og staðgengill forstjóra NASDAQ OMX Iceland í níu ár, og vann náið með fyrrverandi forstjóra, Þórði Friðjónssyni, sem því miður er nú fallinn frá. Við erum afar þakklát fyrir framlag Þórðar og frábæra forystu í gegnum árin," segir Hans-Ole Jochumsen, forstjóri NASDAQ OMX Nordics í tilkynningunni.

"Við þekkjum Pál vel. Hann hefur víðtæka þekkingu á starfsemi NASDAQ OMX á Íslandi og hefur sterkan bakgrunn í stjórnun og hagfræði. Við berum fullt traust til hans í þessu nýja og ögrandi verkefni."

Páll er fæddur 1966. Áður en hann hóf störf hjá Kauphöllinni árið 2002, var hann hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun í þrjú ár. Hann hefur Ph.D. gráðu í hagfræði frá Yale University.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×