Einherjar ársins geta unnið sér inn Benz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. september 2019 16:45 Margir hafa náð draumahögginu í 80 ára sögu Einherjaklúbbsins. Golfmyndir.is Það hafa örugglega einhverjir íslenskir kylfingar náð draumahögginu á árinu 2019 enda hafa ófáir hringirnir verið spilaðir út um allt land á mjög góðu golfsumri. Golfsamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi í ár eiga möguleika á flottum verðlaunum taki þeir þátt í Einherjahátíð á Seltjarnarnesi á morgun. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi hafa nokkrir styrktaraðilar í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og Einherjaklúbbinn ákveðið að bjóða kylfingum til golfhátíðar á morgun. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi á árinu 2019 og eru löglega skráðir hjá Einherjaklúbbnum geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í utanlandsferð fyrir tvo.Draumahöggið á Nesinu – skemmtilegur leikur í gangi fyrir Einherja https://t.co/lSP7Pwo3N3 via @golf.is — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 5, 2019 Þessum nýju Einherjum verður boðið að skrá sig til að slá eitt högg á Nesvellinum á holu tvö og sá sem verður næstur holu vinnur flugmiða frá Icelandair. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju. Stefnt er að því að þessi viðburður verði árlegur á Nesvellinum. Þeirra sem fara holu í höggi núna á golftímabilinu bíður þannig mjög spennandi tækifæri með haustinu og er þetta hvatning til allra um að vanda sig sérstaklega næst þegar slegið er af teig. Sumir vilja jú meina að það séu sérstakir hæfileikar að geta slegið holu í höggi. 17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.200 og ná allt aftur til afreksins hans Halldórs. Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi. Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Það hafa örugglega einhverjir íslenskir kylfingar náð draumahögginu á árinu 2019 enda hafa ófáir hringirnir verið spilaðir út um allt land á mjög góðu golfsumri. Golfsamband Íslands segir frá því á heimasíðu sinni að þeir kylfingar sem hafa farið holu í höggi í ár eiga möguleika á flottum verðlaunum taki þeir þátt í Einherjahátíð á Seltjarnarnesi á morgun. Í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi hafa nokkrir styrktaraðilar í samstarfi við GSÍ, Nesklúbbinn og Einherjaklúbbinn ákveðið að bjóða kylfingum til golfhátíðar á morgun. Þeir kylfingar sem fara holu í höggi á árinu 2019 og eru löglega skráðir hjá Einherjaklúbbnum geta unnið Mercedes-Benz til eignar eða nælt sér í utanlandsferð fyrir tvo.Draumahöggið á Nesinu – skemmtilegur leikur í gangi fyrir Einherja https://t.co/lSP7Pwo3N3 via @golf.is — Golfsamband Íslands (@Golfsamband) September 5, 2019 Þessum nýju Einherjum verður boðið að skrá sig til að slá eitt högg á Nesvellinum á holu tvö og sá sem verður næstur holu vinnur flugmiða frá Icelandair. Ef einhver nær að fara holu í höggi þá fær hann Mercedes-Benz bifreið að gjöf frá bílaumboðinu Öskju. Stefnt er að því að þessi viðburður verði árlegur á Nesvellinum. Þeirra sem fara holu í höggi núna á golftímabilinu bíður þannig mjög spennandi tækifæri með haustinu og er þetta hvatning til allra um að vanda sig sérstaklega næst þegar slegið er af teig. Sumir vilja jú meina að það séu sérstakir hæfileikar að geta slegið holu í höggi. 17. október 1967 stofnuðu áhugamenn sem allir höfðu farið holu í höggi félagsskapinn sem þeir kölluðu Einherja. Klúbburinn fagnar því á þessu ári að 80 ár eru liðin frá fyrsta draumahögginu á Íslandi. Skráð draumahögg hjá Einherjaklúbbnum eru um 3.200 og ná allt aftur til afreksins hans Halldórs. Einn kylfingur ber höfuð og herðar yfir aðra í keppninni um hver hefur farið oftast holu í höggi. Björgvin Þorsteinsson hefur löglega skráð 9 draumahögg á sínum ferli, en á hæla honum koma Sigurjón Rafn Gíslason 8 skipti, Björn Finnbjörnsson 7 skipti og Bert Hanson og Kjartan L. Pálsson með 6 högg skráð. 37 kylfingar hafa náð að fara 4 sinnum holu í höggi.
Golf Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira