Golf

Guðmundur og Birgir Leifur báðir í gegnum niðurskurðinn

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal bestu kylfinga Íslands.
Birgir Leifur Hafþórsson er á meðal bestu kylfinga Íslands. vísir/daníel

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Birgir Leifur Hafþórsson komust báðir í gegnum niðurskurðinn á Open de Bretagne mótinu í Frakklandi sem er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Guðmundur Ágúst og Birgir Leifur eru báðir jafnir í 15. - 24. sæti á mótinu eins og er en þegar þetta er skrifað eru flestir kylfingar mótsins búnir að klára annan hringinn í mótinu.

Íslensku kylfingarnir spiluðu á tveimur höggum yfir pari í dag og eru samtals á einu höggi undir pari í mótinu. Niðurskurðarlínan miðast við þrjú högg yfir par.

Birgir Leifur fékk örn á 7. holu á hringnum í dag og þrjá fugla, en hann fékk einnig þrjá skolla og tvo skramba.

Guðmundur Ágúst fékk fjóra fugla, en þrjá skolla og einn þrefaldan skolla á 10. holu.

Josh Geary frá Nýja Sjálandi er í forystu í mótinu á fimm höggum undir pari eftir að hafa farið hringinn í dag á þremur höggum undir pari.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.