Til hamingju, Áslaug Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengið verið gagnrýndur fyrir að veita konum ekki nægjanlegt brautargengi. Sú gagnrýni átti nokkurn rétt á sér. Samt er það svo að fyrsta konan til að gegna ráðherraembætti á Íslandi og embætti borgarstjóra var frú Auður Auðuns, þingmaður og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. En án nokkurs vafa hafa hlutirnir verið að breytast og í formannstíð Bjarna Benediktssonar hafa verið stigin stór skref í rétta átt. Frá árinu 2013, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fór í ríkisstjórn, hafa konur gegnt embætti varaformanns og ritara flokksins, þingflokksformennskan og forsæti þingsins hefur verið í höndum kvenna og fjöldi kvenna hefur gegnt stöðu ráðherra á þessum árum. Vitanlega er enn nokkuð í land, eins og staðan er reyndar á fleiri bæjum í pólitíkinni, en þetta er sannarlega í rétta átt. Mikilvægt skref var stigið í gær þegar Áslaug Arna var gerð að ráðherra. Þrátt fyrir ungan aldur þá hefur hún sannað fyrir þjóðinni að hún er reiðubúin að takast á við flókin viðfangsefni, hefur m.a. verið í forystusveit Sjálfstæðisflokksins ásamt því að vera formaður utanríkismálanefndar Alþings. En aldur hennar er eftirtektarverður, hún er yngsti ráðherrann á lýðveldistímanum. Það er til fyrirmyndar hversu vel Sjálfstæðisflokkurinn treystir ungum konum. Næstyngsti ráðherrann er Þórdís Kolbrún og hún er jafnframt varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hvorki Áslaug né Þórdís eiga frama sinn aldri sínum eða kyni að þakka. Þær hafa báðar sýnt og sannað að þær eru mjög hæfar og flinkir stjórnmálamenn og þess vegna eru þær ráðherrar. Til hamingju, Áslaug, ég er þess viss að þú eigir eftir að starfa landi og þjóð til mikilla heilla.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar