Skuggi karla Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 7. september 2019 09:00 Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru um að hlandskálin fræga – The Urinal Fountain – sem bylti myndlistinni og kennd hefur verið við hinn fransk-bandaríska Marcel Duchamp, sé alls ekki hans hugmynd. Góð vinkona listamannsins, Baroness Elsa von Freytag-Loringhoven, eigi verkið með húð og hári. Þau hafi sameinast um að kynna það í nafni Duchamps, því vonlaust hafi verið á þeim tíma, fyrir rétt rúmri öld, að listakona fengi áheyrn fyrir boðskapinn. Hlandskálin samræmdist hugmyndafræði Duchamps og skyldleiki hennar við verk sem hann hafði sýnt um skeið, gerð úr hversdaglegum hlutum – fundnum hlutum, ready made, eins og sagt er á ensku – fór ekkert milli mála. Hlandskálin var þúfan sem velti hlassinu, óháð því hvort karl eignaði sér verk konu. Hlandskálin gerði Duchamp að byltingarmanni í myndlist. Áhrifa hans gætir enn þá hjá ungu, framúrskarandi myndlistarfólki um allan heim. Hvort sem þessar kenningar eru sannar, hálfsannar eða lognar varpa þær ljósi á þekktan veruleika. Listakonur hafa verið í skugga starfsbræðra sinna, óháð listrænu erindi. Í öllum listgreinum er fjöldi dæma um að efast sé um verk kvenna. Við erum ekki saklaus. Skilaboðin til Heklu, rithöfundarins í frábærri sögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland, sem upplifði sem hversdagslegan sannleik, eru: skáld eru karlkyns. Eyborg Guðmundsdóttir myndlistarkona lést rúmlega fimmtug árið 1977. Sýning á verkum hennar Hringur, ferhyrningur og lína á Kjarvalsstöum fyrir fáeinum misserum, var opinberun fyrir marga unnendur myndlistar. Heyra mátti gesti á opnun spyrja hvern annan: Af hverju veit ég svona lítið um þessa konu? Svarið blasir við: Henni hefur ekki verið hampað eins og kollegum af karlkyni. Nú stendur yfir samsýning átta listakvenna í Galleríi i8 við Tryggvagötu. Arna Óttarsdóttir er yngst, en 99 ár eru á milli hennar og þeirrar elstu, Júlíönu heitinnar Sveinsdóttur. Verk Eyborgar, sem sjaldan hafa sést eru á sýningunni og textílmyndir eftir Kristínu Jónsdóttur frá Munkaþverá, konu sem ekki er áberandi miðað við það sem hún hefur fram að færa. Karin Sander, höfundur pálmanna umdeildu sem eiga að rísa í Vogabyggð, á mottu úr gervigrasi á gallerísgólfinu, skírskotun í fótboltavöll. Einnig eru verk eftir: Rögnu Róbertsdóttur, Margréti H. Blöndal og Ásgerði Búadóttur. Galleríið er ekki að blanda sér í kynjapólitík. En verkin standa fyrir sínu, eiga samleið hvert með öðru og tala til okkar, óháð kyni þeirra sem sýna. Mesta undrunarefnið er hvað lítið fer fyrir dýrgripum Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá í listalífinu. Annað framsækið gallerí, Berg Contemporary við Klapparstíg, sýnir þrjár listakonur, Huldu Stefánsdóttur, Sigrid Sandström og Marie Söndergaard Lolk, sem allar eru málarar. Vonandi eru þessar sýningar tákn um að listalífið sé hætt að fela konur.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun