Handbolti

Haukar féllu úr leik í Tékklandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Magnússon og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að púsla Evrópuleikjum inn í dagskrána
Gunnar Magnússon og lærisveinar hans þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að púsla Evrópuleikjum inn í dagskrána vísir/vilhelm
Evrópuævintýri Hauka varð ekki langt þennan veturinn því liðið er úr leik í EHF bikarnum eftir eins marks tapi fyrir Talent Plazen í dag.

Haukar töpuðu fyrri leiknum á heimavelli með fimm mörkum og því ljóst að verkefnið yrði erfitt í Tékklandi í dag.

Hafnfirðingarnir voru þó yfir 15-14 í hálfleik en svo fór að leikurinn tapaðist 26-25 og einvígið fór því 51-45 fyrir Plzen.

Halldór Ingi Jónasson var markahæstur Hauka með sjö mörk. Ólafur Ægir Ólafsson og Adam Haukur Baumruk gerðu fimm mörk hvor.

Haukar hefja leik í Olísdeild karla á miðvikudag þegar þeir mæta nýliðum HK á Ásvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×