Körfubolti

Wade ætlar að æfa með LeBron fyrir leiki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Dwayne Wade og LeBron James eru góðir félagar
Dwayne Wade og LeBron James eru góðir félagar vísir/getty
Dwayne Wade er búinn að leggja atvinnumansferilinn á hilluna en körfuboltaskórnir eru ekki komnir þangað því hann ætlar að vera tíður gestur á parketinu í Staples Center.

Wade býr í Los Angeles og sagði staðarblaðinu Los Angeles Times að hann ætlaði sér að vera ítrekaður gestur á æfingasvæðum Los Angeles Lakers þar sem hann mun æfa með fyrrum liðsfélaga sínum LeBron James.

„Þið munuð klárlega sjá mig þar. Ég mun mæta snemma og æfa með LeBron fyrir leiki,“ sagði Wade.

„Ég vil vera eins umkringdur boltanum og ég get.“

„Ég er hættur en þjálfarinn minn mun halda mér í formi ef eitthvað gerist. Aldrei segja aldrei,“ sagði Dwayne Wade.

Wade og LeBron spiluðu saman hjá Cleveland Cavaliers 2017-18 og Miami Heat 2010-14. Þeir halda enn sambandi og spila synir þeirra fyrir sama skólann í Los Angeles.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.