Hvernig geta minnstu skólar landsins skarað frammúr? Kristrún Lind Birgisdóttir skrifar 9. september 2019 09:16 Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga samþykkti á aukaþingi fyrir helgi að styðja þingsályktunartillögu samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um sameiningu sveitarfélaga. Samþykki Alþingi tillöguna munu sveitarfélögin, sem nú eru sjötíu og tvö, fækka um allt að fjörutíu á næstu sjö árum. Einn viðamesti málaflokkur sveitarfélaganna er rekstur leik- og grunnskóla sem er einn stærsti útgjaldaliðurinn og einnig einn sá viðkvæmasti. Líklegt er því að mál málanna þegar sveitarfélögin takast á verði óttinn við að missa skólana úr sínu þorpi eða sinni sveit. Í ljósi sögunnar er ástæða til að óttast slíkar tilfæringar enda í eðli okkar sem erum ekki netfædd að draga þá ályktun að eina leiðin (og sú leið sem við þekkjum best) sé að koma sem flestum börnum saman á einn stað og að það hljóti að vera ávísun á betra og/eða hagkvæmara skólastarf.Úreltar röksemdarfærslur Rökin fyrir sameiningu skóla hafa lengi verið rædd; að fjárfesting í skólahúsnæði sparist, að bekkjarstærðir stækki, að nemendur komist í kynni við stærri félagahópa og að rekstrarkostnaður lækki. Allt voru þetta rökréttar ályktanir fyrir 20 árum síðan. Heimurinn í dag er í lófanum á netfæddum börnum og þeim er nú þegar ansi margt til listanna lagt. Þegar þetta er skrifað er 8 ára sonur minn að nýta sér netheima til að velta fyrir sér muninum á trilljón og billjón ásamt frænkum sínum á Ítalíu og vini sínum í Hong Kong. Þarna eru mörk sveitarfélaga eða landamæri engin hindrun. Kynslóð þeirra mun aldrei líta á hús sem nauðsynlegan samkomustað til að læra eða tala við fólk. Skóli getur verið tölva við borðstofuborð, þar sem barnið situr með hundinn í fanginu. Skóli þarf ekki að vera það musteri sem hann er oft í huga okkar sem eldri erum. Nám á að vera fjölbreytt, bæði í tíma og rúmi. Tækifæri felast í því að nýta sameininguna til að koma til móts við þarfir netfæddra barna með markvissu samstarfi og samvinnu allra sem að skólastarfinu koma. Með öðrum orðum, með færri sveitarfélögum gefst tækifæri til þess að búa til nýja stafræna innviði á milli starfsfólks og nemenda í fámennum leik- og grunnskólum en slíkt þarf að gera tímanlega og markvisst ef sameiningin á ekki að verða til þess að kippa fótunum undan rekstri og skólastarfi fámennra skóla.Samstarf er lykillinn Kanada og Alaska eru gríðarlega víðfeðm landsvæði en þar hefur mikill árangur náðst á síðustu árum með því að tengja saman kennara í svipuðum störfum, bæði staðbundið og í gegnum netið. Lögð var áhersla á að ýta undir menningu og sérstöðu hvers svæðis ásamt því að auka samstarf. Engin slík þróun eða samstarf hefur verið í gangi hér á landi á leik- og grunnskólastigi á síðustu árum á milli fámennra sveitarfélaga. Fyrir næstum 20 árum árum síðan voru settir fjármunir í þróun fjarkennsluhátta á Vestfjörðum sem gekk vel og varð til þess að kennarar voru samnýttir á milli skóla. En í þá daga voru kennsluhættir hefðbundnir og ekki gert ráð fyrir að nemendur væru virkir þátttakendur á skjánum. Allt netumhverfi okkar er gjörbreytt og nú er nánast hver mannsbarn frá 12 ára aldri sítengt og vel þjálfað í fjarsamskiptum og flestir skólar vel búnir tækjum. Við eigum ekki að fækka skólum. Þvert á móti ættum við að stefna að því að fjölga þeim - og fjölbreyttum leiðum til náms, koma betur til móts við þarfir allra barna og styðja þau á markvissan hátt til að takast á við áskoranir sem munu mæta þeim í síbreytilegum heimi. Landsbyggðin getur brugðist hratt við og orðið leiðandi í fyrirmyndarstarfsháttum fyrir stærri sveitarfélög landsins, öllum nemendum til góðs.Kristrún Lind Birgisdóttir - framkvæmdastjóri - Trappa ráðgjöf
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar