Viðskipti innlent

Hundrað milljóna hagnaður H&M

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá opnun H&M við Hafnartorg.
Frá opnun H&M við Hafnartorg. FBL/Anton brink
Á fyrsta heila rekstrarári H&M á Íslandi skilaði fatarisinn 105 milljón króna hagnaði. Samkvæmt rekstrarreikningi Hennes & Mauritz Iceland ehf. fyrir síðasta ár, sem Viðskiptablaðið vísar til, námu tekjur félagsins 2.381 milljónum króna samanborið við 945 milljónir árið á undan.

Rekstargjöld H&M, sem rekur þrjár verslanir á Íslandi, námu rúmlega 2,2 milljörðum. Þar af var kostnaðarverð seldra vara rúmlega 730 milljónir og „annar rekstrarkostnaður“ rétt rúmur milljarður. Fyrirhugað er að fjórða verslun sænsku keðjunnar opni á Glerártorgi á Akureyri haustið 2020.

Með því má ætla að starfsmönnum H&M á Íslandi fjölgi en í fyrra voru ársverk fyrirtæksins 74 talsins. Laun og launatengd gjöld starfsmannanna námu tæpum 460 milljónum króna, að því er fram kemur á vef VB.

Eignir Hennes & Mauritz Iceland ehf. voru rúmlega 1,1 milljarður og námu skuldir félgasins um 974 milljónum króna, þar af námu skuldir við „tengda aðila“ 697 milljónum króna.

Vöxtur H&M-veldisins á Íslandi hefur verið nokkuð ör frá því að fyrsta verslunin opnaði í Smáralind í ágúst 2017. Tvær H&M verslanir hafa bæst í hópinn, í Kringlunni og á Hafnartorgi, auk fyrrnefndra verslunar sem opnar á Akureyri.

Þar að auki hafa þrjár systurverslanir H&M opnaði í Reykjavík á síðustu misserum; fataverslanirnir Monki og Weekday í Smáralind og COS sem opnaði á Hafnartorgi fyrr á þessu ári. 


Tengdar fréttir

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×