Viðskipti innlent

Hundrað milljóna hagnaður H&M

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá opnun H&M við Hafnartorg.
Frá opnun H&M við Hafnartorg. FBL/Anton brink

Á fyrsta heila rekstrarári H&M á Íslandi skilaði fatarisinn 105 milljón króna hagnaði. Samkvæmt rekstrarreikningi Hennes & Mauritz Iceland ehf. fyrir síðasta ár, sem Viðskiptablaðið vísar til, námu tekjur félagsins 2.381 milljónum króna samanborið við 945 milljónir árið á undan.

Rekstargjöld H&M, sem rekur þrjár verslanir á Íslandi, námu rúmlega 2,2 milljörðum. Þar af var kostnaðarverð seldra vara rúmlega 730 milljónir og „annar rekstrarkostnaður“ rétt rúmur milljarður. Fyrirhugað er að fjórða verslun sænsku keðjunnar opni á Glerártorgi á Akureyri haustið 2020.

Með því má ætla að starfsmönnum H&M á Íslandi fjölgi en í fyrra voru ársverk fyrirtæksins 74 talsins. Laun og launatengd gjöld starfsmannanna námu tæpum 460 milljónum króna, að því er fram kemur á vef VB.

Eignir Hennes & Mauritz Iceland ehf. voru rúmlega 1,1 milljarður og námu skuldir félgasins um 974 milljónum króna, þar af námu skuldir við „tengda aðila“ 697 milljónum króna.

Vöxtur H&M-veldisins á Íslandi hefur verið nokkuð ör frá því að fyrsta verslunin opnaði í Smáralind í ágúst 2017. Tvær H&M verslanir hafa bæst í hópinn, í Kringlunni og á Hafnartorgi, auk fyrrnefndra verslunar sem opnar á Akureyri.

Þar að auki hafa þrjár systurverslanir H&M opnaði í Reykjavík á síðustu misserum; fataverslanirnir Monki og Weekday í Smáralind og COS sem opnaði á Hafnartorgi fyrr á þessu ári. 


Tengdar fréttir

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,55
15
114.080
REGINN
1,72
20
295.203
SKEL
1,04
4
69.880
ICESEA
0,99
14
367.628
SJOVA
0,85
8
137.986

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
-1,69
1
17.400
ICEAIR
-0,91
10
41.324
ORIGO
-0,8
5
16.128
VIS
-0,69
3
23.720
EIK
-0,69
11
341.177
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.