Viðskipti innlent

COS opnar í Reykjavík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
COS er á leiðinni til Íslands.
COS er á leiðinni til Íslands. Vísir/getty

COS, eins konar systurverslun H&M, mun opna verslun í Reykjavík síðar á þessu ári. COS er í eigu H&M fataverslunarkeðjunnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá COS en verslunin mun opna á Hafnartorgi, í húsinu við hlið H&M. Verslunin verður á tveimur hæðum, í um 700 fermetra verslunarrými.

Fyrsta COS verslunin opnaði í Bretlandi árið 2007 en hefur á undanförnum árum teygt anga sína víða um heim og eru alls reknar hátt í 200 COS-verslanir í 34 löndum.

Ekki er tekið fram hvar né hvenær verslunin opnar en H&M rekur nú þrjár verslanir hér á landi, tvær í Reykjavík og eina í Kópavogi. Þá tilkynnti félagið á síðasta ári að fataverslunin Monki myndi opna í Smáralind næsta vor, sem og verslunin Weekday.

Í tilkynningunni segir að í verslunum COS sé lögð áhersla á „tímalausa hönnun sem er jafnframt nýtískuleg og hefur notagildi.“ Grundvallarmarkmiðið sé að bjóða upp á hágæða tískufatnað sem samanstandi af lykilflíkum í bland við endurhannaða klassík.

Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum um staðsetningu hinnar fyrirhugðu verslunar.

 


Tengdar fréttir

Monki opnar á Íslandi

Skandinavíska fataverslunarkeðjan Monki mun opna 450 fermetra verslun í Smáralind næsta vor.

H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi

Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,7
12
2.571
EIM
2,13
1
317
VIS
1,63
2
78
SYN
0,36
1
1.967
ARION
0,35
2
208

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,28
4
92.150
SKEL
0
2
18.125
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.