Tilgangsleysi Hörður Ægisson skrifar 30. ágúst 2019 10:00 Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Til hvers er rifist? Sú umræða sem nú fer fram á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem er eins tilgangslaus og hugsast getur, hefði aldrei átt að verða. Ríkisstjórnin átti síðasta vor að leiða orkupakkann í lög, enda nýtur hann stuðnings mikils meirihluta þingmanna, og snúa sér að öðrum mikilvægari málum. Þess í stað var ákveðið, undir forystu forsætisráðherra, að gefa eftir og fresta málinu fram á haust. Sú ákvörðun var fráleit. Þeim sundurlausa hópi sem hefur séð tækifæri í að gera orkupakkann að pólitísku bitbeini var eftirlátið dagskrárvaldið með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fyrir formann Vinstri grænna var tilgangurinn, að minnsta kosti út frá flokkspólitískum hagsmunum, mjög augljós – að veikja Sjálfstæðisflokkinn með því að leyfa málinu að dragast enn frekar á langinn. Það hefur tekist. Óskiljanlegt er af hverju forysta Sjálfstæðisflokksins lét þetta yfir sig ganga. Óþarfi er að fjölyrða mikið um innihald orkupakkans. Hann snýst öðrum þræði, rétt eins og fyrri orkulöggjöf ESB sem var fyrst innleidd í íslenskan rétt fyrir um sextán árum, um aukna neytendavernd og virkari samkeppni. Helstu nýmælin lúta að því að Orkustofnun mun verða sjálfstæð stjórnsýslustofnun. Það er jákvætt skref. Orkupakkinn breytir engu um þá staðreynd, sem vart þarf að taka fram, að Ísland mun eftir sem áður ekki tilheyra innri markaði Evrópu með sölu á raforku. Það breytist aðeins með lagningu sæstrengs sem mun þarfnast samþykkis Alþingis. Slíkur strengur til Bretlands gæti skilað miklum þjóðhagslegum ábata fyrir Íslendinga en á allra síðustu árum hefur dregið nokkur úr líkum á því að ráðist verði í þess konar framkvæmd í náinni framtíð. Tíma Alþingis hefur ekki verið vel varið. Í stað umræðu um þriðja orkupakkann færi betur á því að stjórnmálamenn ræddu stefnumótun í orkumálum. Íslendingar eru í einstakri stöðu. Við eigum fyrirtæki í almenningseigu, Landsvirkjun, sem er að selja eina eftirsóttustu vöru í heiminum um þessar mundir – örugga afhendingu á endurnýjanlegri orku. Verðmæti hennar mun aðeins aukast á komandi árum og miklu máli skiptir að það takist að hámarka arð okkar af þeirri auðlind. Íslendingar eru nettó útflytjendur á orku og því höfum við ríka hagsmuni af því að fá sem hæst verð fyrir raforkuna. Rökin eru efnislega þau hin sömu og eiga við um hækkun sjávarafurðaverðs fyrir sjávarútvegsþjóð. Tenging við stærri raforkumarkað, sem yrði að veruleika með lagningu sæstrengs, myndi einnig bæta nýtingu á orkunni, auka orkuöryggi og styrkja samningsstöðu Landsvirkjunar gagnvart erlendum stóriðjufyrirtækjum. Víglínan hefur skýrst að undanförnu. Á milli þeirra sem sjá þau miklu tækifæri sem við stöndum frammi fyrir í orkumálum, sem gætu aukið stórkostlega gjaldeyristekjur þjóðarbúsins, og hinna sem vilja beita orkufyrirtækjunum í þágu atvinnusköpunar. Þeir hinir sömu og andmæla aukinni samkeppni á orkumarkaði, meðal annars sumir forystumenn ASÍ, hafa kosið að gerast hagsmunaverðir alþjóðlegra stórfyrirtækja út af áhyggjum um að þau séu að greiða of hátt raforkuverð til íslenskra skattgreiðenda. Sá málflutningur hefur verið þeim til minnkunar. Vonandi mun umræðan færast á hærra plan eftir að þriðji orkupakkinn verður leiddur í lög. Líkurnar á því eru samt litlar.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar