Enski boltinn

„Maddison sá leikmaður sem Liverpool á að horfa til“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. vísir/getty
Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports, horfir hýru auga til James Maddison fyrir sína gömlu félaga í Liverpool.Maddison skapaði hundrað færi á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og lagði upp mark Leicester í 1-1 jafntefli liðsins á sunnudaginn.„Ég held að hann sé eini leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin sem Liverpool gæti verið að horfa á,“ sagði hann í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.

„Fólk hefur verið að tala um að Coutinho sé að koma til baka en auðvitað er hann núna farinn til Bayern Munchen.“„Ef þú horfir á ensku úrvalsdeildina, þá já hann mun kosta fullt af peningum, en Liverpool ætti að vera horfa á hann vilji þeir taka næsta skref,“ sagði Carragher.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.