Enski boltinn

„Maddison sá leikmaður sem Liverpool á að horfa til“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jamie Carragher.
Jamie Carragher. vísir/getty

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports, horfir hýru auga til James Maddison fyrir sína gömlu félaga í Liverpool.

Maddison skapaði hundrað færi á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni og lagði upp mark Leicester í 1-1 jafntefli liðsins á sunnudaginn.

„Ég held að hann sé eini leikmaðurinn fyrir utan topp sex liðin sem Liverpool gæti verið að horfa á,“ sagði hann í Monday Night Football á Sky Sports í gærkvöldi.
„Fólk hefur verið að tala um að Coutinho sé að koma til baka en auðvitað er hann núna farinn til Bayern Munchen.“

„Ef þú horfir á ensku úrvalsdeildina, þá já hann mun kosta fullt af peningum, en Liverpool ætti að vera horfa á hann vilji þeir taka næsta skref,“ sagði Carragher.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.