Golf

Tólf ára stelpa verður sú yngsta í sögunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michelle Liu er fædd árið 2006.
Michelle Liu er fædd árið 2006. Skjámynd/TSN
Michelle Liu setur nýtt met þegar hún tekur þátt í Opna kanadíska meistaramótinu í golfi í þessari viku.

Michelle Liu er aðeins 12 ára, 9 mánaða og 6 daga gömul og verður sú yngsta til að keppa á þessu móti sem er 47 ára gamalt. Michelle Liu fæddist seint á árinu 2006.

Michelle Liu slær met Brooke Henderson sem var fjórtán ára þegar hún keppti fyrst á mótinu árið 2012.

Brooke Henderson er í dag nú númer átta á heimslistanum og hún vann Opna kanadíska mótið í fyrra. Engin önnur hefur unnið Opna kanadíska mótið á heimavelli á þessari öld.





Mótið fer fram hjá Magna golfklúbbnum í Ontario og hefst á morgun. Það er hluti af LPGA-mótaröðinni.

„Klikkað er gott orð yfir þetta,“ sagði Michelle Liu í viðtali. Liu vann sér þátttökurétt á mótinu í gegnum opna kanadíska áhugamannamótið í júlí.

„Ég veit að það eru margir frábærir kylfingar á mótinu og þetta verður því mjög erfitt. Ég vonast eftir miklu en held öllum væntingum niðri,“ sagði Michelle Liu.

Michelle Liu sést hér fyrir neðan að spila æfingahring fyrir mótið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×