Fullveldi í skilningi gamallar einangrunar- og þjóðernishyggju er dautt! Ole Anton Bieltvedt skrifar 22. ágúst 2019 10:00 Þátttaka okkar í samstarfi Evrópuríka – í gegnum EES-samninginn – hefur tryggt okkur mesta framfararskeið í sögu landsins og meiri velfarnað og frelsi, en við höfðum áður þekkt. Með EES-samningnum stofnuðum við til náins samstarfs við ESB-ríkin 28, auk hinna EFTA-ríkjanna, Noregs og Lichtenstein; nær þetta nána samstarf því til 31 ríkis og yfir 500 milljónir manna. Kjarni þessa samstarfs er „fjórfrelsið“. 1. þáttur þess tryggir öllum þegnum þessara landa frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn, í hverju þessara landa. Í þessu felast meiri möguleikar til að nýta líf sitt - og njóta þess - en áður hafa þekkzt. Þetta er stórkostlegur draumur, sem hefur rætzt. Hinir þættirnir 3 eru af viðskiptalegum toga: Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna geta gert óhindruð og frjáls viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, og gefur þetta þeim, sem slíkt stunda, nánast óendanlega möguleika til uppbyggingar og útvíkkunnar sinnar starfsemi. Þáttur 2 nær til varnings, þáttur 3 til þjónustu og þáttur 4 til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan gjaldmiðillinn hér er króna. Nálægt henni vill enginn ESB-banki koma. 2. og 3. þáttur fjórfrelsisins tryggja sem sé frjáls viðskipti með varning hvers konar og þjónustu. Þetta frelsi nær líka til orku og orkusölu. Hún er auðvitað ekkert annað en varningur, sem gengur kaupum og sölu. Orkusala er sambærileg við t.a.m. sölu á símasambandi og símaþjónustu, flutningsþjónustu eða ferða- og flugþjónustu, sölu á öðrum orkugjöfum, eins og kolum, olíu og gasi, sölu á matvælum eða öðrum neytendavörum – orka er líka neytendavara -, sölu á tækjum, búnaði, bifreiðum eða öðru? Orka er einfaldlega líka vara. Frjáls viðskipti með orku voru því í raun samþykkt og tryggð með samkomulaginu um fjórfrelsið 1994. Svo, hvaða fjárans röfl og rugl er þetta þá eiginlega með 3. orkupakkann!? Hann er löngu samþykktur, það vantar bara endanlegt form á samþykktina! Stærsta vandamál Evrópubúa og allra jarðarbúa - við eigum bara einn sameiginlegan lofthjúp - eru loftlagsbreytingar og þær hita- og veðrabreytingar, sem þær valda. Við dælum gífurlegu magni kolefnis út í andrúmsloftið dag hvern - með atferli okkar og athöfnum - og mengum þar með lofthjúpinn og lífríki jarðar langt yfir þolmörk. Og, langstærsti mengunarvaldurinn og loftslagsspillirinn er orkunotkunin í hinum margvíslegu formum. Það verður því ekki hægt að bjarga loftslagsgæðum og hemja veðurfar, nema með því að orkunotkunin verði líka hamin, henni settar skorður, skilvirkni hennar aukin og formi hennar umbreytt. Út á það ganga einmitt orkupakkar ESB! Kjarninn í hugmyndafræði ESB er trúin á öfluga og frjálsa samkeppni, innan ramma, sem tryggir öllum sömu réttindi og skyldur - sömu leikreglur fyrir alla - með hagsmuni almennings og neytenda að leiðarljósi. Vísa má til sölu og þjónustu á sviði fjarskipta, internets og síma. Hér myndaði ESB regluumhverfi, sem tryggir hámarkssamkeppni á jafnréttisgrundvelli, sem um leið tryggir hagkvæmustu lausnirnar fyrir fyrirtækin, almenning og neytendur. Flestir hljóta t.a.m. að kannast við, að nú geta allir í ESB og EES - við auðvitað líka - hringt á heimagjaldi sínu, síns símafélags, hvar sem er í Evrópu. Auðvitað var með þessari ráðstöfun gripið nokkuð inn í starfsemi og ákvörðunarfrelsi símafélaganna, í hinum ýmsu aðildarlöndum, en á þann veg, að almenningshagsmunir voru settir ofar sérhagsmunum símafélaganna. Þannig er ESB. Hví kvörtuðu lýðskrumarar ekki yfir þessu? Innan skamms taka þær reglur gildi í ESB/EES, að seljendum vöru og þjónustu er gert að bjóða öllum neytendum allra landanna sama verð og sömu skilmála; þýzkt verzlunarfyrirtæki, sem t.a.m. býður þýzkum neytendum ákveðið verð á ákveðinni vöru, sent frítt á heimilisfang kaupanda í Þýzkalandi, verður þá að bjóða neytendum hinna 30 ESB/EES landanna nákvæmlega sama verð og afhendingarkjör. Magnað! ESB hefur nú þegar komið mörgu góðu til leiðar í orkumálum: T.a.m. hefur sambandið þrýst notkun rafmagnspera úr hefðbundnu orkufreku formi í orkuvænar LED-sparperur. Framleiðendum alls konar heimilistækja hefur verið gert, að stórminnka orkunotkun tækjanna, og er algengt, að orkunotkun þeirra hafi minnkað um helming eða tvo þriðju. Orkupakkarnir ganga einmitt út á þetta; þeir tryggja sama regluverk fyrir öll orkufyrirtæki í Evrópu, hvort sem er á sviði framleiðslu- eða dreifingar, og þrýsta á um vaxandi hlut grænnar orku og stórauka skilvirkni orkuþjónustunnar. Hugmyndir um, að ESB eða einhver aðili innan ESB, sé hér að seilast eftir völdum einhvers staðar eru fáránlegar og fjarstæðukenndar. Raforkuframleiðsla Íslands er undir 0,6% af raforkuframleiðslu í Evrópu; það hefur enginn lifandi maður í Evrópu minnsta áhuga á henni. Það virðist meira að segja vera á mörkunum, að hún dugi okkur sjálfum. Eftir hverju væri þá að slægjast? Tilgangurinn með orkupökkunum er sá einn, að ná fram samræmdu og samstilltu átaki í evrópskum orkumálum til þess, að Evrópa geti lagt sitt af mörkum til að standa við Parísar-samkomulagið og bjargað loftslagi og veðráttu jarðar fyrir komandi kynslóðir. Áróður gegn orkupökkum ESB eru því tilefnislaus, gjörðir illra manna eða heimskra, nema hvorttveggja sé, lýðskrumara, og hefðu ýmsir kallað þá siðblinda skv. skilgreiningu Jóns Steinars í Mogga 13. ágúst sl. Fullveldi á okkar tíma verður ekki tryggt nema með víðtæku og öflugu alþjóðasamstarfi, en það eitt tryggir það efnahagslega sjálfstæði, sem er forsenda raunverulegrar sjálfsstjórnar og sjálfstæðs. „Fullveldi“ í skilningi gamallar einangrunar- og þjóðernishyggju, er dautt. „Win-Win“ alþjóðlegs samstarfs og samvinnu er framtíðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Þriðji orkupakkinn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þátttaka okkar í samstarfi Evrópuríka – í gegnum EES-samninginn – hefur tryggt okkur mesta framfararskeið í sögu landsins og meiri velfarnað og frelsi, en við höfðum áður þekkt. Með EES-samningnum stofnuðum við til náins samstarfs við ESB-ríkin 28, auk hinna EFTA-ríkjanna, Noregs og Lichtenstein; nær þetta nána samstarf því til 31 ríkis og yfir 500 milljónir manna. Kjarni þessa samstarfs er „fjórfrelsið“. 1. þáttur þess tryggir öllum þegnum þessara landa frelsi til að ferðast, setjast að, stunda nám, stunda vinnu, setja upp fyrirtæki, taka sér búfestu, kaupa íbúð eða fasteign og athafna sig á nánast allan hátt, eins og heimamenn, í hverju þessara landa. Í þessu felast meiri möguleikar til að nýta líf sitt - og njóta þess - en áður hafa þekkzt. Þetta er stórkostlegur draumur, sem hefur rætzt. Hinir þættirnir 3 eru af viðskiptalegum toga: Einstaklingar og fyrirtæki allra landanna geta gert óhindruð og frjáls viðskipti við einstaklinga og fyrirtæki allra hinna ríkjanna, og gefur þetta þeim, sem slíkt stunda, nánast óendanlega möguleika til uppbyggingar og útvíkkunnar sinnar starfsemi. Þáttur 2 nær til varnings, þáttur 3 til þjónustu og þáttur 4 til bankaviðskipta. Þáttur 4 nýtist okkur ekki, því það hefur enginn evrópskur banki áhuga á bankaviðskiptum hér, meðan gjaldmiðillinn hér er króna. Nálægt henni vill enginn ESB-banki koma. 2. og 3. þáttur fjórfrelsisins tryggja sem sé frjáls viðskipti með varning hvers konar og þjónustu. Þetta frelsi nær líka til orku og orkusölu. Hún er auðvitað ekkert annað en varningur, sem gengur kaupum og sölu. Orkusala er sambærileg við t.a.m. sölu á símasambandi og símaþjónustu, flutningsþjónustu eða ferða- og flugþjónustu, sölu á öðrum orkugjöfum, eins og kolum, olíu og gasi, sölu á matvælum eða öðrum neytendavörum – orka er líka neytendavara -, sölu á tækjum, búnaði, bifreiðum eða öðru? Orka er einfaldlega líka vara. Frjáls viðskipti með orku voru því í raun samþykkt og tryggð með samkomulaginu um fjórfrelsið 1994. Svo, hvaða fjárans röfl og rugl er þetta þá eiginlega með 3. orkupakkann!? Hann er löngu samþykktur, það vantar bara endanlegt form á samþykktina! Stærsta vandamál Evrópubúa og allra jarðarbúa - við eigum bara einn sameiginlegan lofthjúp - eru loftlagsbreytingar og þær hita- og veðrabreytingar, sem þær valda. Við dælum gífurlegu magni kolefnis út í andrúmsloftið dag hvern - með atferli okkar og athöfnum - og mengum þar með lofthjúpinn og lífríki jarðar langt yfir þolmörk. Og, langstærsti mengunarvaldurinn og loftslagsspillirinn er orkunotkunin í hinum margvíslegu formum. Það verður því ekki hægt að bjarga loftslagsgæðum og hemja veðurfar, nema með því að orkunotkunin verði líka hamin, henni settar skorður, skilvirkni hennar aukin og formi hennar umbreytt. Út á það ganga einmitt orkupakkar ESB! Kjarninn í hugmyndafræði ESB er trúin á öfluga og frjálsa samkeppni, innan ramma, sem tryggir öllum sömu réttindi og skyldur - sömu leikreglur fyrir alla - með hagsmuni almennings og neytenda að leiðarljósi. Vísa má til sölu og þjónustu á sviði fjarskipta, internets og síma. Hér myndaði ESB regluumhverfi, sem tryggir hámarkssamkeppni á jafnréttisgrundvelli, sem um leið tryggir hagkvæmustu lausnirnar fyrir fyrirtækin, almenning og neytendur. Flestir hljóta t.a.m. að kannast við, að nú geta allir í ESB og EES - við auðvitað líka - hringt á heimagjaldi sínu, síns símafélags, hvar sem er í Evrópu. Auðvitað var með þessari ráðstöfun gripið nokkuð inn í starfsemi og ákvörðunarfrelsi símafélaganna, í hinum ýmsu aðildarlöndum, en á þann veg, að almenningshagsmunir voru settir ofar sérhagsmunum símafélaganna. Þannig er ESB. Hví kvörtuðu lýðskrumarar ekki yfir þessu? Innan skamms taka þær reglur gildi í ESB/EES, að seljendum vöru og þjónustu er gert að bjóða öllum neytendum allra landanna sama verð og sömu skilmála; þýzkt verzlunarfyrirtæki, sem t.a.m. býður þýzkum neytendum ákveðið verð á ákveðinni vöru, sent frítt á heimilisfang kaupanda í Þýzkalandi, verður þá að bjóða neytendum hinna 30 ESB/EES landanna nákvæmlega sama verð og afhendingarkjör. Magnað! ESB hefur nú þegar komið mörgu góðu til leiðar í orkumálum: T.a.m. hefur sambandið þrýst notkun rafmagnspera úr hefðbundnu orkufreku formi í orkuvænar LED-sparperur. Framleiðendum alls konar heimilistækja hefur verið gert, að stórminnka orkunotkun tækjanna, og er algengt, að orkunotkun þeirra hafi minnkað um helming eða tvo þriðju. Orkupakkarnir ganga einmitt út á þetta; þeir tryggja sama regluverk fyrir öll orkufyrirtæki í Evrópu, hvort sem er á sviði framleiðslu- eða dreifingar, og þrýsta á um vaxandi hlut grænnar orku og stórauka skilvirkni orkuþjónustunnar. Hugmyndir um, að ESB eða einhver aðili innan ESB, sé hér að seilast eftir völdum einhvers staðar eru fáránlegar og fjarstæðukenndar. Raforkuframleiðsla Íslands er undir 0,6% af raforkuframleiðslu í Evrópu; það hefur enginn lifandi maður í Evrópu minnsta áhuga á henni. Það virðist meira að segja vera á mörkunum, að hún dugi okkur sjálfum. Eftir hverju væri þá að slægjast? Tilgangurinn með orkupökkunum er sá einn, að ná fram samræmdu og samstilltu átaki í evrópskum orkumálum til þess, að Evrópa geti lagt sitt af mörkum til að standa við Parísar-samkomulagið og bjargað loftslagi og veðráttu jarðar fyrir komandi kynslóðir. Áróður gegn orkupökkum ESB eru því tilefnislaus, gjörðir illra manna eða heimskra, nema hvorttveggja sé, lýðskrumara, og hefðu ýmsir kallað þá siðblinda skv. skilgreiningu Jóns Steinars í Mogga 13. ágúst sl. Fullveldi á okkar tíma verður ekki tryggt nema með víðtæku og öflugu alþjóðasamstarfi, en það eitt tryggir það efnahagslega sjálfstæði, sem er forsenda raunverulegrar sjálfsstjórnar og sjálfstæðs. „Fullveldi“ í skilningi gamallar einangrunar- og þjóðernishyggju, er dautt. „Win-Win“ alþjóðlegs samstarfs og samvinnu er framtíðin.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun