Hvað er náinn bandamaður? Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2019 09:00 Frá lýðveldisstofnun hafa Bandaríkin verið nánasti bandamaður Íslands. Fyrir því eru margar ástæður. Bandaríkin réðu úrslitum um alþjóðlega viðurkenningu á stofnun lýðveldisins. Þau deildu sömu grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og við. Þau höfðu forystu um að sameina Evrópuþjóðir á sviði varna og viðskipta. Það var auðna okkar. Og þau ábyrgjast hervarnir Íslands. Í þessu ljósi hafa Íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir talað um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga hins frjálsa heims. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti hefur þessi ímynd fölnað svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Nú finnst flestum að það sé tungubrjótur að tala um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga vestrænna gilda og frjálsra þjóða. Þegar ástæðurnar fyrir þessum umskiptum eru allt í einu komnar í norrænt samhengi snertir það enn frekar við tilfinningum margra. Fyrir skömmu gerði forseti Bandaríkjanna tilraun til þess að hafa áhrif á framgang réttvísinnar í Svíþjóð. Og nú sýnir hann Dönum klærnar fyrir þá sök að vilja ekki fara í fasteignaviðskipti með Grænland. Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi. Sumir segja að þjóðir heims eigi að leiða persónu Trumps hjá sér. Gott væri ef það væri léttur leikur. Það væri líka þægilegt að slá lítilsvirðingunni við grunngildi vestrænna þjóða upp í grín. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa reynt hvort tveggja. En það virkar ekki. Vandinn er sá að Donald Trump er þjóðkjörinn. Hann talar í nafni mesta efnahags- og herveldis í heimi. Gagnvart öðrum þjóðum er forseti Bandaríkjanna Bandaríkin. Nú róa Bandaríkin að því öllum árum að losa um efnahags- og viðskiptasamstarf Evrópu. Loforð um stórkostlegan efnahags- og viðskiptasamning við Breta hefur átt drjúgan þátt í því að draga þá út úr Evrópusambandinu og veikja það. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem mest tapa á þeim umbrotum öllum. Jafnvel þótt grunngildi norrænnar lýðræðishefðar séu í húfi þurfa Norðurlönd rétt eins og margar stærri þjóðir að horfa á samskipti við Bandaríkin af sjónarhóli raunsæis. En á einhverjum tímapunkti hlýtur þessi spurning að vakna: Hvað er náinn bandamaður? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Þorsteinn Pálsson Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Frá lýðveldisstofnun hafa Bandaríkin verið nánasti bandamaður Íslands. Fyrir því eru margar ástæður. Bandaríkin réðu úrslitum um alþjóðlega viðurkenningu á stofnun lýðveldisins. Þau deildu sömu grundvallargildum um lýðræði og mannréttindi og við. Þau höfðu forystu um að sameina Evrópuþjóðir á sviði varna og viðskipta. Það var auðna okkar. Og þau ábyrgjast hervarnir Íslands. Í þessu ljósi hafa Íslendingar eins og aðrar vestrænar þjóðir talað um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga hins frjálsa heims. Eftir að Donald Trump var kjörinn forseti hefur þessi ímynd fölnað svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Nú finnst flestum að það sé tungubrjótur að tala um forseta Bandaríkjanna sem leiðtoga vestrænna gilda og frjálsra þjóða. Þegar ástæðurnar fyrir þessum umskiptum eru allt í einu komnar í norrænt samhengi snertir það enn frekar við tilfinningum margra. Fyrir skömmu gerði forseti Bandaríkjanna tilraun til þess að hafa áhrif á framgang réttvísinnar í Svíþjóð. Og nú sýnir hann Dönum klærnar fyrir þá sök að vilja ekki fara í fasteignaviðskipti með Grænland. Það er langt síðan erlendur þjóðhöfðingi hefur gengið jafn langt í að lítilsvirða norræn gildi. Sumir segja að þjóðir heims eigi að leiða persónu Trumps hjá sér. Gott væri ef það væri léttur leikur. Það væri líka þægilegt að slá lítilsvirðingunni við grunngildi vestrænna þjóða upp í grín. Ýmsir þjóðarleiðtogar hafa reynt hvort tveggja. En það virkar ekki. Vandinn er sá að Donald Trump er þjóðkjörinn. Hann talar í nafni mesta efnahags- og herveldis í heimi. Gagnvart öðrum þjóðum er forseti Bandaríkjanna Bandaríkin. Nú róa Bandaríkin að því öllum árum að losa um efnahags- og viðskiptasamstarf Evrópu. Loforð um stórkostlegan efnahags- og viðskiptasamning við Breta hefur átt drjúgan þátt í því að draga þá út úr Evrópusambandinu og veikja það. Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem mest tapa á þeim umbrotum öllum. Jafnvel þótt grunngildi norrænnar lýðræðishefðar séu í húfi þurfa Norðurlönd rétt eins og margar stærri þjóðir að horfa á samskipti við Bandaríkin af sjónarhóli raunsæis. En á einhverjum tímapunkti hlýtur þessi spurning að vakna: Hvað er náinn bandamaður?
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun