Ábyrgð krúttanna Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 10:00 Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Píratar á Alþingi leggja hefðbundinn skilning í hugtakið pólitísk ábyrgð. Þeir hafa ítrekað lýst því yfir að hinir og þessir ráðherrar ættu að axla pólitíska ábyrgð með því að segja af sér vegna mistaka sem þeir hafi að þeirra mati gert. Þessu er öðruvísi farið með Pírataflokkinn í borgarstjórn, enda eru þeir píratar í valdastöðu. Mistökin hrannast upp við stjórn borgarinnar, bæði stór og smá. Nýjasta dæmið (ofan á umferðarteppuna, myglað skólahúsnæði og fjölda annarra vondra mála) er óskiljanleg framkoma borgarstjórnarinnar í garð atvinnurekenda í miðborginni. Hvert fyrirtækið á fætur öðru leggur upp laupana og forsvarsmennirnir benda á furðulegt verklag borgarinnar, skipulagsleysi og skeytingarleysi gagnvart þeim sem standa í fyrirtækjarekstri. Þegar Píratarnir í borgarstjórninni eru krafðir svara um þessi mál er eins og þeir hafi allir farið á námskeið hjá sama almannatengslafyrirtækinu. Þeir byrja alltaf á því að viðurkenna mistökin, síðan segjast þeir ætla að læra af þessum mistökunum, endurskoða verkferla, auka samráð og samtal og koma í veg fyrir að þetta rugl endurtaki sig. Þetta finnst Pírötunum í borgarstjórninni nægjanlegt, loforð um bót og betrun jafngildir pólitískri ábyrgð og hingað til hafa fréttamenn (með örfáum undantekningum) látið þessar skýringar Píratanna duga, þeir eru jú svo einlægir og krúttlegir. Það væri þægilegt fyrir ráðherrana að geta axlað alla pólitíska ábyrgð með loforðum um nýja ferla, samráð, innri íhugun, hópefli og hlustunarnámskeið. Allt fyrirgefið og áfram gakk. Borgarpíratarnir hljóta að prísa sig sæla yfir því að Alþingispíratarnir eru ekki í stjórnarandstöðu við þá í borgarstjórninni. Þeir væru fyrir löngu búnir að sjá í gegnum ruglið.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun