Sport

Sjáðu einhenta CrossFit-stjörnu lyfta ótrúlegri þyngd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Victor Assaf
Victor Assaf Skjámynd/Twitter
Victor Assaf var á fullu í CrossFit íþróttinni þegar hann lenti í hryllilegu mótorhjólaslysi fyrir sjö árum síðan. Líkami hans varð aldrei samur á eftir en Victor var ekki tilbúinn að hætta að æfa CrossFit.Victor Assaf var á leiðinni heim eftir Strongman keppni þar sem hann komst á verðlaunapall. Hann var á mótorhjóli en missti stjórn á því á brú. Victor lenti á ljósastaur og slasaðist svo illa að hann skemmdi þrjá hryggjarliði og féll í dásvefn.Victor lifði af tíu klukkutíma aðgerð en myndi bera afleiðingar slysins alls tíð því hann gat ekki lengur hreyft hægri hendina sína. Læknirinn hans sagði honum að gleyma því að æfa CrossFit því nú væri sá tími lífs hans liðinn.Victor Assaf gafst hins vegar ekki upp og var staðráðinn að snúa aftur í CrossFit sem og hann hefur gert. Þetta myndband hér fyrir neðan sýnir líka mann staðráðinn í að láta ekki hryllilegt slys og mikið mótlæti stoppa sig.Victor lyftir þarna ótrúlegri þyngd með því að nota aðeins aðra höndina. Það er ekki hægt annað en að dást af viljastyrk þessa manns og myndband þetta mun örugglega vekja mikla athygli á vefnum á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.