Satt og logið um þriðja orkupakkann Starri Reynisson skrifar 28. ágúst 2019 10:21 Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Starri Reynisson Þriðji orkupakkinn Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið er án nokkurs vafa einn af hornsteinum velmegunar íslensku þjóðarinnar, en undanfarin misseri hafa óprúttnir einangrunarsinnar gert allt hvað þeir geta til að grafa undan honum. Atlagan að samningnum felst einkum og sér í því að þriðji orkupakkinn er gerður tortryggilegur, þrátt fyrir að hagfelldara samansafn reglugerða sé vandfundið. Það er gífurlegt magn af rangfærslum og falsfréttum sem hefur birst í tengslum við þriðja orkupakkann. Margt af því má rekja til samtakanna Orkan okkar, annað til Miðflokksins og enn annað til sjálfskipaðra „sérfræðinga“ á sviði Evrópuréttar og orkumála. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn setji kvaðir um lagningu sæstrengs á íslensk stjórnvöld. Það er rangt. Bent hefur verið á að slík kvöð gengi gegn öðrum alþjóðlegum skuldbindingum EES-þjóðanna, á borð við hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna. Orkupakkinn getur því ekki haft áhrif á það hvort sæstrengur verði lagður eða ekki. Í umræðunni um sæstreng má einnig nefna að ekki er framleidd næg umframorka á Íslandi til anna útflutningi og eingöngu Alþingi getur gefið leyfi fyrir byggingu nýrra virkjanna. Kvaðir um virkjanaframkvæmdir eru ekki og geta ekki verið í orkupakkanum. Enn fremur er hæpið að sæstrengur yrði arðbær ef tekið er tillit til þróunar á öðrum umhverfisvænum orkugjöfum, s.s. vind- og sólarorku á meginlandi Evrópu. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn færi yfirráð yfir orkuauðlindum úr landi. Það er rangt. Reglugerðirnar í þriðja orkupakkanum snúast einkum og sér um að efla eftirlitshlutverk Orkustofnunar og skila sér fyrst og fremst í bættri neytendavernd. Stofnunin ACER á vegum Evrópusambandsins er samstarfsvettvangur fyrir eftirlitsstofnanir Evrópusambandsþjóða á sviði orkumála og sér um að skera úr um deilumál þeirra á milli ásamt því að taka ákvarðanir á afmörkuðu sviði, t.a.m. um skilmála fyrir aðgangi og rekstraröryggi, ásamt því að aðstoða við innleiðingu reglugerða. Valdsvið ACER nær þó einungis til sambandsþjóðanna og sér ESA um að sinna hlutverkum hans gagnvart EES-ríkjunum. Tveggja stoða kerfi EES kemur því í veg fyrir íhlutun ACER á Íslandi. Því hefur ítrekað verið haldið fram að orkupakkinn hafi áhrif á eignarhald Landsvirkjunnar. Það er rangt. Þriðji orkupakkinn hefur enga þýðingu gagnvart einkavæðingu eða uppskiptingu Landsvirkjunar. Engin nýmæli eru í þriðja orkupakkanum sem geta stuðlað að slíku. Íslensk samkeppnislög gilda um fyrirtækið og starfar það á samkeppnismarkaði. Enn fremur er Ísland undanþegið þeim ákvæðum um eigendaaðskilnað fyrirtækja á raforkumarkaði sem finna má í orkupökkunum. Hvers vegna þessum aðilum er svona mikið í mun um að grafa undan EES-samningnum og draga þannig úr lífsgæðum almennings veit ég ekki, en það er klárt mál að málflutningur þeirra getur varla talist annað en lýðskrum.Höfundur er formaður Ungra Evrópusinna.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun