Grænkerar – er bylting í vændum? Friðrik Björnsson og Tómas Bjarnason skrifar 28. ágúst 2019 11:23 Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun