Í siðuðum samfélögum Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Samtökin 22 eru ekki í okkar nafni Hópur samkynhneigðra Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Sjá meira
Ég trúi á reglu, venju og vana. Sumt er bara eins og það er. Hver og ein sósa á til dæmis ýmist heima undir eða yfir pylsunni samkvæmt fastmótaðri hefð. Um daginn varð ég samt fyrir því að fá pylsu þar sem sinnepið var undir. Verandi vönduð (og íslensk) tók ég ekki samtalið en hugsaði mitt. Sinnepið undir er auðvitað hreint og klárt siðrof. Síðan hefur hugurinn eðlilega verið við spurninguna: „Hvað næst?“ Mitt framlag í þágu reglu, venju og hins siðaða samfélags er þess vegna eftirfarandi: 1. Flugvellir. Öryggisleit á flugvöllum er alltaf eins. Alltaf. Fólk sem fattar fremst í röðinni að það er með tölvu á botni töskunnar og öll önnur hugsanleg raftæki og tösku stútfulla af drykkjum, sem það þarf að drekka úr við öryggishliðið, á að vera í farbanni. 2. Sundlaugar. Ef það eru margir skápar lausir í klefanum ekki velja skáp við hliðina á næstu manneskju. 3. Ísbúð. Siðað fólk veit hvernig ís/bragðaref það vill. Ekki byrja fyrst að hugsa málið þegar komið er að þér eða spyrja um alla valkosti með hálftíma röð fyrir aftan þig. 4. Fundir. Það er óskiljanlegt að bjóða upp á kaffi og sykur en ekki mjólk. Enginn notar sykur. 5. Ráðstefnur. Ef þú varst ekki beðinn um að halda erindi eða sitja í pallborði ekki þá halda fyrirlestur úr sal (hæ, hálf lögmannastéttin). 6. Almenn virðing á heimilum. Eiga súkkulaði handa konum með tíðir. 7. Þvaglát. Ef þú pissar eins og garðúðari ekki nota almenningssalerni. 8. Að lokum er hjartans mál sem ég gef mér að ný stjórnarskrá hljóti að taka á: Ekki segja öðrum hvað þig dreymdi í nótt.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar