Hvert á að stefna í bankamálum? Guðmundur J. Guðmundsson skrifar 29. ágúst 2019 09:30 Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Þeir flokkar sem standa að núverandi ríkisstjórn hafa lýst þeim einlæga ásetningi sínum að selja þá tvo banka sem nú eru í eigu ríkisins til einkaaðila. Seint verður sagt að stjórnin gangi í takt við þjóðina í þessu máli því yfirgnæfandi meirihluti hennar hefur lýst eindreginni andstöðu við slíkan gerning í skoðanakönnunum. Sporin hræða á þeim bæ þótt þau geri það ekki í stjórnarráðinu eða á þingi. Ein aðalröksemd einkavæðingarflokkanna fyrir sölunni er að það muni verða svo miklar breytingar á bankastarfsemi á næstu árum að eins gott sé að losna við bankana sem fyrst meðan þeir séu einhvers virði. Þegar hins vegar er spurt hverjar þessar breytingar séu vefst mönnum tunga um háls og verður fátt um svör. Það næsta sem ég hef komist við að fá svör við þessari spurningu er að bráðum verði hægt að framkvæma allar bankaaðgerðir gegnum einhver snjalltæki með öppum eða einhverju slíku. Undirritaður man þá tíð að eitt algengasta greiðsluform fólks í almennum viðskiptum voru ávísanir. Allir gengu með ávísanahefti í veskinu og skrifuðu ávísanir þegar þeir keyptu í matinn. Síðustu helgi í mánuði „gúmmuðu“ menn svo grimmt innistæðulausum ávísunum á börum bæjarins í þeirri von að þær færu ekki inn í bankann fyrr en eftir mánaðamót. Ávísanirnar eru nú því sem næst horfnar úr almennum viðskiptum. Þar á undan þurftu menn að fara í bankann og taka út þá peninga hjá gjaldkera sem þeir töldu að þeir þyrftu að nota á næstunni. Núna borga menn með appi í símanum sínum. Grunnstarfsemi bankanna gagnvart almenningi hefur hins vegar ekkert breyst síðan þeir komu fram í núverandi mynd á 14. og 15. öld, það er að segja að taka við innlánum frá fólki og lána þeim sem þurfa á lánum að halda. Vandséð er að einhver öpp muni breyta þeirri starfsemi frekar en ávísanaheftin hér áður fyrr en kannski geta stjórnmálamennirnir upplýst okkur um það. Það má vissulega færa rök fyrir því að óþarfi sé að ríkið eigi tvo banka en það væri full ástæða til að ríkið ætti og ræki einn banka sem gegndi nákvæmlega því hlutverki sem lýst var hér að framan, tæki við innlánum launafólks og lánaði fé ef viðskiptavinirnir þyrftu að endurnýja eldhúsinnréttinguna, bílinn eða stækka við sig íbúðina. Bankinn gæti líka sinnt litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Þessi banki hefði einnig þann stóra kost að innlán væru ríkistryggð upp að vissu marki þannig að lítil hætta væri á að þau Jón og Gunna sem eiga aura í bankanum töpuðu þeim í einhverjum hamförum á fjármálamörkuðum. Aðrar fjármálastofnanir mættu svo gjarnan vera í einkaeign og þar gætu banksterar, hrunkvöðlar, útrásarvíkingar og annar óþjóðalýður látið öllum illum látum án þess að það kæmi við okkur hin. Ríkisbankinn yrði hins vegar íhaldsöm og varkár fjármálastofnun sem hefði meiri áhuga á Jónu Jóns en Dow Jones. Ég þykist þess fullviss að þessar hugmyndir muni falla í grýttan jarðveg hjá einkavæðingarflokkunum í stjórn og stjórnarandstöðu og því er rétt að spyrja forystumenn ASÍ, Eflingar, VR og BSRB: „Er ekki kominn tími til að endurreisa Sparisjóð alþýðu?“Höfundur er kennari.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun