Golf

Frábær hringur Guðmundar sem skaust á toppinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mynd/gsí

Guðmundur Ágúst Kristjánson, úr Golfklúbbi Reykjavíkur, er efstur eftir þrjá hringi á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram í Grafarholtinu um helgina.

Guðmundur lék frábært golf á fyrstu níu holunum. Hann fékk þar fimm fugla en þrír skollar og einn fugl fylgdi á síðari níu holunum.

Það skilaði honum þó í efsta sætið fyrir lokahringinn sem fer fram á morgun en hann er tveimur höggum á undan félaga sínum úr GR, Andra Björnssyni.

Andri er á þremur höggum undir pari og þriðji kylfingurinn úr herbúðum GR, Arnar Snær Hákonarson er í þriðja sætinu á tveimur höggum undir pari.

Fjórði og síðasti hringurinn fer fram á morgun.

Staða efstu kylfinga:
1. Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR 72-68-68 208 högg (-5)
2. Andri Þór Björnsson, GR 70-66-74 210 högg (-3)
3.-5. Arnar Snær Hákonarson, GR 74-68-69 211 högg (-2)
3.-5. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG 73-71-67 211 högg (-2)
3.-5. Haraldur Franklín Magnús, GR 70-69-72 211 högg (-2)
6.-8. Ragnar Már Garðarsson, GKG 77-67-68 212 högg (-1)
6.-8. Ólafur Björn Loftsson, GKG 72-70-70 212 högg (-1)
6.-8. Böðvar Bragi Pálsson, GR 71-71-70 212 högg (-1)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.