Körfubolti

Sjáðu ótrúlegan Martin afgreiða Sviss

Anton Ingi Leifsson skrifar
Martin í leiknum í dag.
Martin í leiknum í dag. vísir/getty

Martin Hermannsson átti stóran þátt í því að íslenska körfuboltalandsliðið vann eins stigs sigur á Sviss, 82-81, í Laugardalshöllinni í dag.

Leikurinn var liður í forkeppni fyrir EM 2021 en Ísland hafði tapað fyrsta leiknum gegn Portúgal fyrr í vikunni. Því var mikilvægt að ná sigri í dag.

KR-ingurinn gerði tvær risa körfur undir lok leiksins en Twitter-síða FIBA vakti athygli á ísköldum Martin eins og má sjá hér að neðan.

Sigurinn var eins og áður segir mikilvægur fyrir íslenska liðið en Martin skoraði tvær síðustu körfurnar. Hann endaði með 16 stig og þau fjögur síðustu voru rosalega mikilvæg.

Næsti leikur íslenska liðsins er um næstu helgi er liðið spilar við Portúgal á heimavelli.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.