Viðskipti innlent

Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson.
Eggert Benedikt Guðmundsson.

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsstofu.

Þar segir að Eggert búi að víðtækri reynslu úr atvinnulífinu sem stjórnandi auk þess að hafa áralanga reynslu af stjórnarstörfum fyrir fjölda fyrirtækja og félaga hérlendis og erlendis. Telur ferill hans starfsreynslu úr stóriðju, sjávarútvegi, hátækni, verslun, menningarstarfsemi og fleiru.

Um 10 ára skeið stýrði Eggert tveimur af stærstu fyrirtækjum landsins, N1 hf. (2012 – 2015) og HB Granda hf. (2005 – 2012).

Nú síðast gegndi hann forstjórastöðu fyrir nýsköpunarfyrirtækið eTactica sem starfar á sviði raforkueftirlitskerfa. Önnur fyrri störf eru m.a. fyrir Philips Electronics í Kaliforníu og Belgíu og Marel hf. á Spáni. Hann var yfirverkfræðingur Bresi Group hjá Íslenska járnblendifélaginu hf., starfaði við rannsóknir við Háskólann í Karlsruhe, auk kennslu við gagnfræðaskólann á Húsavík. Eggert hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum m.a. fyrir FAO í Róm og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, auk þess sem hann kom að undirbúningsvinnu í aðdraganda stofnunar Samstarfsvettvangsins sem ráðgjafi.

Núverandi stjórnarstörf Eggerts telja sæti í stjórn HB Granda hf. Hann situr í External Advisory Committee MBA náms HR auk þess sem hann er stjórnarformaður Hótels Holts og formaður Leikfélags Reykjavíkur. Af fyrri stjórnarstörfum má nefna setu í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Háskólaráði HR, fagráðum og stjórn Íslandsstofu o.fl.

Eggert er með meistaragráðu í rafmagnsverkfræði frá Þýskalandi auk þess sem hann hefur einnig lokið MBA- og AMP-gráðum á Spáni.


Tengdar fréttir

Eggert Benedikt hættir hjá N1

Eggert Benedikt Guðmundsson hefur komist að samkomulagi við stjórn N1 um að hann láti af störfum hjá félaginu.

Eggert spenntur fyrir N1

Eggert Benedikt Guðmundsson, fráfarandi forstjóri HB Granda, er spenntur fyrir starfinu sem hann tekur við sem forstjóri N1 í sumarlok. N1 höfðu sambandi við Eggert og buðu honum starfið sem hann og þáði og segir þar með skilið við HB Granda.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.