Viðskipti innlent

Uppsögnin kom á óvart: Eggert fékk engar útskýringar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Eggert Benedikt Guðmundsson var forstjóri N1 þegar félagið var skráð á markað.
Eggert Benedikt Guðmundsson var forstjóri N1 þegar félagið var skráð á markað. Vísir/GVA

Eggert Benedikt Guðmundsson lét af störfum sem forstjóri N1 í gær.

„Ég kvaddi fólkið í morgun á starfsmannafundi,“ sagði hann þegar Fréttablaðið sló á þráðinn. Í tilkynningu til Kauphallar á miðvikudagskvöld var kunngjört að Eggert Þór Kristófersson tæki við stöðu nafna síns.

Eggert Benedikt segir að þessar breytingar hafi borið tiltölulega brátt að. „En einhvern aðdraganda á þetta náttúrlega,“ segir hann. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann taki sér fyrir hendur.

„Ég er bara að taka það rólega til að byrja með og skoða hvað lífið hefur upp á að bjóða,“ segir hann.

Hagnaður N1 á síðasta ári var 1,6 milljarðar samanborið við rúmlega 600 milljónir árið áður. Eggert segir uppgjör N1 hafa verið ágætt.

„Og í takti við væntingar og það sem hafði verið lagt upp með þannig að ég var ánægður með það,“ segir hann. Aðspurður játar hann að uppsögnin hafi komið sér á óvart.

„Já, hún gerði það nú,“ segir hann. Hann segist ekki hafa fengið neinar skýringar umfram það sem var gefið upp í tilkynningum sem voru sendar út.

„Við skildum í sátt og jafnvægi. Þetta er ákvörðun sem þau taka og hafa til þess fullt vald og við gengum frá okkar starfslokum í vinsemd og friði,“ segir Eggert.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.