Hinsegin skjöl? Svanhildur Bogadóttir skrifar 16. ágúst 2019 13:00 Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarskjalasafn Reykjavíkur er stolt af því að hafa fengið til varðveislu skjalasafn Samtakanna ´78 og tengdra samtaka. Hluti safnsins er opinn öllum en takmarkaður aðgangur er að viðkvæmum skjölum. Eftirsótt er að fá aðgang að safni Samtakanna til rannsókna því sívaxandi áhugi er á þessari mikilvægu sögu. Söfnun heimilda um réttindabaráttu hinsegin fólks og ekki síður heimildir um líf þeirra er mikilvæg fyrir komandi kynslóðir. Hinsegin saga er hluti af sögu og menningu Íslands og því nauðsynlegt að varðveita, fræðast um og miðla þeirri sögu. En saga hinsegin fólks er ekki einskorðuð við skjöl Samtakanna ´78 og yrði harla einhæf ef eingöngu yrði stuðst við þau skjöl. Því miður hefur Borgarskjalasafn, ekki frekar en önnur opinber skjalasöfn, fengið mikið af skjölum hinsegin einstaklinga til varðveislu. Skjöl þeirra eru mikilvæg til að skrá og varðveita sögu þeirra sem einstaklinga og hóps fyrir framtíðina. Það væri mikill missir ef skjöl og saga hinsegin einstaklinga glötuðust. Í tilefni Hinsegin daga óskar Borgarskjalasafn Reykjavíkur eftir að fá til varðveislu skjöl, útgáfuefni eða annað efni sem segir, lýsir eða tengist sögu hinsegin fólks eða réttindabaráttu þeirra á einn eða annan hátt, til dæmis sendibréf, dagbækur, frásagnir, ljósmyndir, úrklippur og póstkort. Skjölin sem afhent eru geta verið allt frá einu bréfi til stærri safna. Þau verða skráð af starfsmönnum Borgarskjalasafns og varðveitt í skjalageymslu safnsins. Hægt er að setja takmarkanir á aðgang, til dæmis þannig að enginn megi skoða skjölin í ákveðinn tíma eða án leyfis. Þeir sem eiga eða vita um áhugaverð skjöl eru hvattir til að hafa samband við starfsmenn Borgarskjalasafns. Til að fá nánari upplýsingar má hafa samband við safnið í síma 4116060, senda póst á netfangið borgarskjalasafn@reykjavik.is eða koma á safnið frá mánudegi til föstudags milli kl. 13 og 16 í Tryggvagötu 15, 3. hæð, Reykjavík.Höfundur er borgarskjalavörður
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar