Golf

Matsuyama kominn á toppinn eftir níu fugla hring

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Matsuyama hefur ekki tapað höggi á mótinu.
Matsuyama hefur ekki tapað höggi á mótinu. vísir/getty
Japaninn Hideki Matsuyama er með eins höggs forystu eftir fyrstu tvo hringina á BMW Championship mótinu í golfi. Þetta er næstsíðasta mótið í úrslitakeppninni um FedEx bikarinn.

Matsuyama lék manna best í dag, eða á níu höggum undir pari. Hann fór upp um 24 sæti á milli daga.

Japaninn lék afar vel í dag og fékk níu fugla og níu pör. Hann hefur ekki enn tapað höggi á mótinu.

Bandaríkjamennirnir Patrick Cantlay og Tony Finau eru jafnir í 2. sæti á samtals ellefu höggum undir pari. Finau lék á sex höggum undir pari í dag en Cantlay á fimm.

Bandaríkjamennirnir Justin Thomas og Jason Kokrak voru efstir og jafnir eftir fyrsta hringinn. Thomas lék á þremur höggum undir pari í dag og er í 4. sæti. Kokrak lék hins vegar á einu höggi yfir pari og er kominn niður í 21. sæti.

Tiger Woods er í 48. sæti á samtals tveimur höggum undir pari. Hann lék á einu höggi undir pari í dag.

Brooks Koepka, efsti maður heimslistans, féll niður í 25. sæti eftir að hafa leikið á einu höggi undir pari í dag.

Bein útsending frá þriðja hring BMW Championship hefst klukkan 16:00 á morgun.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.